Union Square í San Francisco er miðsvæði hótela, veitinga og verslunarreksturs í borginni. Myndina tók ég af svölum veitingastaðarins Cheese Cake Factory (gaman að skoða slóðina) af efstu hæð Macy´s, þekkts stórmarkaðs í USA.
Á myndinni má sjá Levi´s gallabuxnabúð, "móðurverslun" allra Levi´s verslana í heiminum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í San Francisco og þetta er elsta og stærsta verslunin. Að sjálfsögðu keypti ég mér gallabuxur þarna, enda helmingi ódýrari en á Íslandi.
Torgið fékk nafn sitt af Union_Army , her Norðurríkja Bandaríkjanna í borgarastyrjöldinni 1861-1865, en svæðið var notað til liðssafnaðar o.þ.h.
Fyrirsögnin á blogginu er fengin úr lagi sem Tony_Bennett gerði ódauðlegt fyrir San Francisco og e.t.v. ekki síst fyrir sjálfan sig. Lagið er þó tiltölulega lítt þekkt á Íslandi og heyrist sárasjaldan "hér á landi á" eins og dægurlagaskáldið kvað.
En Tony Bennett var fleira til lista lagt en að syngja, því hann hannaði og málaði hjörtu, sem komið er fyrir í hornum torgsins. Þannig gat hann sagst hafa skilið hjarta sit eftir í San Francisco, í orðsins fyllstu merkingu.
Skýjakljúfarnir í San Francisco eru sumir hverjir komnir til ára sinna, sumir 70-90 ára gamlir. Svo eru nýrri innan um sem skapa miklar andstæður í byggingalist.
Stuðlaberg að hætti Guðjóns Samúelssonar?
Gamalt og nýtt.
Pálmatré eru víða í borginni en þau eru þó ekki í náttúrulegu umhverfi sínu, því borgin er of norðarlega til þess. Þau þrífast samt vel því þarna frýs aldrei og meðalhiti yfir köldustu vetrarmánuðina er 8-12 gráður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tíska : KENZO fagnar Lunar New Year
- Hvað Kallast Friður og Sátt?
- Af dægurmetauppskeru (að mestu endurtekið efni)
- Æj hvað þetta er orðið þreytt er ekki komin tími til að loka á þessa vitleysu?
- Fjölmiðill fæðist!
- Bæn dagsins...
- Trömp er lentur - næst kaupir hann Ísland
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lokið
- Mun heilbrigðisráðherra skipa Landlækni sem felur hennar spor.
- Barátta milli barnanauðgara og hægri-öfgamanna stendur yfir um allan heim
Athugasemdir
Einstaklega skemmtilegt hvernig þú setur myndirnar upp, þær koma á móti manni þegar "skrollað" er niður síðuna. Takk fyrir mig!
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 00:56
Takk, Bergljót
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2011 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.