Í ráðstefnuferð Skólastjórafélags Austurlands til San Francisco, var m.a. farið í skólaheimsókn til Larkspur í Marin County. Larkspur er um 12.000 manna bær en í sýslunni allri búa um 250.000 manns. Golden Gate brúin liggur til Marin County, sem er 5. ríkasta sveitarfélag Bandaríkjanna.
Ákveðið var að taka ferju yfir til Larkspur og var siglingin afar ánægjuleg.
Ferjuhöfnin er við enda Market Street , í um 15-20 mínútna göngufæri frá Union Square . Píramídalagaður skýjakljúfurinn, Transamerica Pyramid hægra megin á myndinni, olli miklum deilum þegar hann var byggður 1969-1972. Mörgum þótti hann ljótur og úr takti við aðrar byggingar í miðborginni. Í dag eru íbúar borgarinnar stoltir af honum, einmitt fyrir það að byggingin er öðruvísi og einstök. Svona getur sýn fólks og smekkur á umhverfi sitt, breyst í tímanns rás.
Ferjan var hraðskreið og við giskuðum á að við værum á 25-30 mílna hraða. Miðborgin og Bay Bridge í baksýn. Dagsumferð um brúna er um 270.000 bílar!
Golden Gate brúin, Marin County-megin. Alcatraz er hægra megin.
Útsýnið á siglingunni var fallegt og ekki spillti veðrið.
Þegar siglt er inn í höfnina í Larkspur, blasir eitt frægasta og stærsta fangelsi Bandaríkjanna við; San Quentin.
Ekkert lífsmark var að sjá í eða við fangelsið. Engu var líkara en byggingin væri minnisvarði um eitthvað sem var, en svo er ekki. Þarna eru menn teknir af lífi með eitursprautu og í Wikipedia segir: "As of 2001, San Quentin's death row was described as "the largest in the Western Hemisphere". Fangar á "dauðadeildinni" voru í desember 2008, 637 talsins. Meira að segja fangelsin í Texas státa ekki af svo fjölmennum dauðadeildum.
Sú hlið fangelsisins sem snýr að hinum ríka og snyrtilega smábæ, Larkspur, þar sem yfir 80% íbúanna eru af N-evrópskum uppruna, er máluð snyrtilega. Viðhald annarra hliða er verulega ábótavant. Það mætti kalla þetta "Pótemkin-tjöld".
Á árunum 1893 til 1937 voru 215 menn teknir af lífi með hengingu í San Quentin, en þá var sú aftökuaðferð lögð niður og gasklefinn tók við (myndin til vinstri).
196 menn mættu skapara sínum í þessum fjögurra fermetra klefa, en þegar gasið þótti ekki lengur nógu "mannúðlegt"árið 1995, var tekin upp eitursprautuaðferðin. Gasklefanum var breytt til þeirra nota, eins og sést á myndinni til hægri. Frá 1996 til 2006 var að meðaltali einn maður á ári "sprautaður", samkvæmt Wikipedia.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.