Chinatown

Frisco 307

Chinatowní San Francisco er elsta og frægasta Kínahverfið í N-Ameríku (frá 1840) og var lengi vel það fjölmennasta, en í dag mun það vera Kínahverfið í New York.

Myndina hér að ofan tók ég af hliðinu inn í aðalgötu hverfisins. Hún er um 2 km. að lengd og nokkrar hliðargötur tilheyra einnig Chinatown. Hverfið er nánast eins og kínversk nýlenda og menningin er allt öðruvísi um leið og komið er inn fyrir hliðið.

T.d. er þjónustulundin í afgreiðslum verslananna ekki af sama toga og utan hverfisins, en Ameríkanar eru snillingar á því sviði. Sumt af afgreiðslufólkinu þarna talaði mjög bjagaða og illskiljanlega ensku.

Frisco 325

Aragrúi verslana og veitingahúsi er í aðalgötunni og þar eru vörur og þjónusta ýmiskonar, ódýrari. T.d. kostaði herraklipping aðeins 10 dollara þarna en í verslunarmiðstöðvum utan hverfisins var verðið 35-40 dollarar.

Frisco 311

Aðalgatan liggur utan í brekku og að neðanverðu er ekki margt sem minnir á Kína. Hér er horft í átt að fjarmálahverfinu í San Francisco.

Frisco 321

Minjagripir, silkivörur og skartgripir eru meðal helstu verslunarvara þarna.

Frisco 313

Ásta fékk sér fallega kápu, "China style".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband