Í 6 daga ferð minni með Skólastjórafélagi Austurlands til San Francisco á dögunum, þar sem konan mín sat ráðstefnu með 9000 kennurum frá 45 löndum, fór hópurinn frá Austurlandi í nokkrar skoðunarferðir. 21 var í austfirska hópnum, þar af tæplega helmingur makar.
Ein skoðunarferðin var út í eyjuna Alcatraz þar sem samnefnt og hið alræmda fangelsi var, frá árinu 1934-1963. Reyndar var þar áður herfangelsi, 1859-1933.
Eyjan er lítil, eða aðeins 8,9 hektarar og er ekki nema 2 km. frá landi. Straumar eru hins vegar miklir í kringum eyjuna og þegar fyrstu fangarnir komu til eyjarinnar, var þeim sagt að vonlaust væri fyrir þá að reyna að flýja með því að synda í land.
"Go ahead, swim",var sagt við þá með brosi á vör. Auk þess var föngunum sagt að hvítir mannætuhákarlar væru allsstaðar á sveimi í kringum eyjuna, en það var reyndar lygi til að fæla fanga frá flóttatilraunum. Alcatrac er of innarlega í San Francisco flóanum og sjórinn því ekki nægjanlega saltur á þeim slóðum fyrir hákarlana.
Skólastjórarnir Hilmar Sigurjónsson, Eskifirði og Ásta Ásgeirsdóttir, Reyðarfirði, í ferjunni á leið út í Alcatraz. Golden Gate brúin í baksýn.
Alcatraz nálgast. Neðra húsið er móttökubygging og fyrir ofan er fangelsið.
Tekið er á móti gestum með stuttri en skemmtilegri ræðu þar sem farið er yfir hvað má og ekki má. Það er t.d. bannað að reykja og borða mat á eyjunni, nema á litlu afmörkuðu svæði við bryggjuna. Drykkir voru einnig bannaðir, nema blávatn.
Allt var í niðurníðslu á eyjunni frá því fangelsinu var lokað árið 1963 þar til ákveðið var að gera þennan sögulega stað að safni 1972.
Árið 1969 "hertóku" indíánar eyjuna og hugðust þeir eigna sér hana. Hernám þeirra stóð í um tvö ár og markaði þessi aðgerð tímamót í réttindabaráttu indíána í N-Ameríku.
Gönguleiðin frá bryggjunni að fangelsinu liggur í krákustígum upp "The rock". Húsin fyrir miðri mynd eru m.a. íbúðir fangavarða, en hluti þeirra bjó á eyjunni með fjölskyldum sínum.
"Ef þú brýtur reglurnar (lögin) þá ferðu í fangelsi. Ef þú brýtur fangelsisreglurnar, ferðu í Alcatraz" Af þeim 1545 föngum sem sátu í Alcatraz á þeim 29 árum sem fangelsið starfaði, voru einungis um 70 þeirra dæmdir beint til vistunar þar. Þangað voru sendir sérlega hættulegir menn og þeir sem höfðu verið til vandræða í öðrum fangelsum.
Skoðunarferðin í fangelsinu hófst í "sturtuklefanum". Þar fengum við leiðsögumann í gegnum heyrnartól og tæki sem hægt var að setja á "pásu", spóla til baka o.s.f.v.
Fjórir fangaverðir, ásamt þessum fjórum fyrrv. föngum, töluðu á upptökunum í tækinu sem við fengum og leiddu okkur í allan sannleikan um vistina á þessum hræðilega stað.
Einn af þremur göngum fangelsisins. Einn þeirra var kallaður "Broadway". Við enda ganganna var þvergangur sem kallaður var "Times Square".
Klefarnir eru skelfilega litlir, 9x6 fet á kant.
Þegar fangar komu til Alcatraz, fengu þeir fangelsisreglurnar á blaði; "Regulations for inmates, U.S.P., Alcatraz". Þær voru í 53 númeruðum liðum og föngum bar að hafa blaðið uppi við í klefanum öllum stundum.
"Regla #5, "Þú hefur rétt á mat, klæðnaði, húsaskjóli og læknisþjónustu. Allt annað sem þú færð eru forréttindi", segir okkur margt um vistina þarna. Fangelsun í Alcatraz var refsivist, en ekki betrunarvist.
Þeir fangar sem höguðu sér óaðfinnanlega, fengu að fara út í fangelsisgarðinn, einu sinni á dag í einn klukkutíma.
Útsýnið frá garðinum. Í baksýn er Golden Gate brúin sem liggur til ríkasta sveitarfélags Bandaríkjanna, Marin County. Sansolito heitir bærinn sem sést hægra megin. Örlítið lengra, í hvarfi við hrygginn, er annar bær í sama sveitarfélagi sem heitir Larkspur, en þangað áttum við eftir að fara í afar áhugaverða skólaheimsókn. Blogga um það síðar.
Tröppurnar niður í fangelsisgarðinn. Þessi þrep hefur margt illmennið stigið.
Frægir fangar í Alcatraz. Al Capone, Gerge "Machine Gun" Kelly, Arthur "Doc" Barker, Alvin "Creepy Karpis" Karpavicz, Robert "The Birdman" Stroud, Ellisworth "Bumpy" Johnson, Meyer "Mickey" Cohen.
"Bardaginn um Alcatraz, 2.-4. maí, 1946". Flóttatilraun 6 fanga sem endaði með skelfilegu blóðbaði. Þegar fangarnir áttuðu sig á því að flóttatilraunin var að mistakast, þá skutu þeir varnarlausa fangaverði sem þeir höfðu afvopnað og læst inni í einum klefanum.
Stækka má allar myndirnar með því að smella þrisvar sinnum á þær. Þá er hægt að lesa það sem stendur á þessu skilti.
Klefinn sem fangaverðirnir voru skotnir með köldu blóði.
Önnur fræg flóttatilraun var gerð 11. júní árið 1962, þegar þremur mönnum tókst á löngum tíma að skrapa gat í gegnum þykkan steinveggin á klefa sínum. Tveir mannanna voru bræður.
Þegar í gegnum gatið var komið, lá leiðin eftir þessum þrönga lagnagangi og úr honum komust þeir upp á þak fangelsisins. Þaðan var greið leið til sjávar
Alls reyndu 36 fangar flótta, í 14 tilraunum. Allir náðust, drukknuðu eða voru skotnir á flóttanum, utan þessara þriggja, en aldrei spurðist til þeirra meir, hvorki lífs né liðinna. Þeir höfðu lagst í spænskunám í fangelsinu og orðrómur var um að þeir ætluðu sér til S-Ameríku eftir flóttann.
Fræg bíómynd var gerð um flóttann árið 1979, með Clint Eastwood í aðalhlutverki.
Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri á Eskifirði, andaktugur á svip að hlusta á hljóðupptökuna í bókasafni fangelsisins, en þar fengu "þægu" fangarnir aðgang. Spænskunemarnir hafa væntanlega sótt kennslugögn þaðan.
Þessi mynd er tekin út um glugga stjórnstöðvar fangelsisins. Eins og sést er ekki langt til "frelsisins".
"Bay Bridge" sést vinstra megin á myndinni. Hún er meira mannvirki en Golden Gate brúin, þó hvorki sé hún eins fræg né falleg, enda mun yngri og ekki sama verkfræðiafrekið og sú gamla þótti á sínum tíma, en hún var byggð á fjórða áratug síðustu aldar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
- Skilvirknisráðuneyti
- Frelisskerðingar og lokunaraðgerðir covid-þríeyksins
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
- Það er rétt að halda til haga SPURNINGUM ATVINNULÍFSINS TIL FORMANNA HELSTU FLOKKA Á ALÞINGI.
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi
- Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtileg færslu. Rifjar upp þegar ég heimsótti Alcatraz (reyndar í tvígang, fór til San Francisco með ársmillibili) og fannst mjög áhugavert.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.4.2011 kl. 10:03
Takk fyrir þetta, Sævar
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.