Þetta er ekki bara skólavandamál

Grunnskólinn í Hveragerði var einn af fyrstu grunnskólum landsins til þess að taka upp "Olweusarverkefnið  gegn einelti. Olweus hefur verið notuð hér í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nokkur ár.

"Meginreglur í Olweusaráætluninni gegn einelti:

Olweusaráætlunin hvílir á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

• hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.

Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar (sjá 1. töflu). Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það." Sjá hér

Að mínu mati er samstarf við foreldra gerenda í svona málum, lykilatriði. Oft eru foreldrar gerendanna algjörlega ómeðvitaðir um að barn sitt leggi einhvern/einhverja í einelti, en ef þau vita af því og gera ekkert í því, þá er þetta orðið "foreldravandamál" (að mínu mati).

Þekkt eru dæmi um foreldra sem neita að trúa að "barnið sitt" geri nokkuð af sér og bregst jafnvel við af hörku ef "ásakanir" um slíkt eru bornar fram. Það snýr jafnvel slíkum ásökunum upp í það að þær séu einelti í garð barns síns.

Í sumum tilfellum eru gerandi undir félagslegum þrýstingi, að leggja tiltekna einstaklinga í einelti. Ef þeir láta ekki undan þeim þrýstingi þá eru þeir hræddir um að þeir sjálfir verði fórnarlamb eineltis.

Veist þú alltaf hvað barnið þitt gerir utan heimilis?


mbl.is Fá sendar „alveg hræðilegar sögur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Einn faðir með tengingu til skólans í Hveragerði, Stefán Magnússon, segir að þetta sé bull og skelli allri skuldinni á 11 ára drenginn sjálfan og fjölskyldu hans, segir fjölskylduna og aðra sem styðja hana athyglissjúka. Hann segir að það sé ekkert einelti í skólanum vegna þess að það sé ekki einelti í bekk dóttur hans. Hann skilur ekki, að einelti í sumum bekkjum gegn ákveðnum nemendum þýðir ekki að það sé vandamál í öllum bekkjum. Það er enginn reykur án elds og eftir þeim fjölda að dæma sem hafa fjallað um málið er greinilega mikið vandamál með einelti þarna í Hveragerði, en ef skólastjórnendur og kennarar loka augunum fyrir því, þá leysist vandamálið ekki. Ég tel að skólinn í Hveragerði mætti vel taka Vallarskóla á Selfossi sér til fyrirmyndar hvað baráttu gegn einelti varðar og þátttöku allra starfsmanna í þeirri baráttu.

Að það sé Olweusverkefni í gangi er engin trygging fyrir að einelti þrífist ekki. Einn illræmdasti skólinn á síðasta áratug var Melaskóli. Þar var öllum kvörtunum stungið undir stól, en skólinn stærði sig af Olweus-verkefninu og einbeitti sér að snapa Olweus-viðurkenningu á hverju ári. Kunningi minn átti tvær dætur í 4. og 2. bekk í Melaskóla. Sú eldri varð fyrir hryllilegu einelti í lengri tíma, en sú yngri ekki. Eineltið fól í sér líkamsárásir og morðhótanir, m.a. var stúlkunni sendar myndir þar sem sýnt var hvernig hún yrði skorin á háls, hengd og skotin. Málið var kært til lögreglu, en stjórnendur skólans neituðu að viðurkenna að eitthvað hefði gerzt. En skólinn fékk svo stuttu síðar Olweus-viðurkenninguna út á hræsnina.

Það var á sínum tíma altalað, hvernig eineltið í Árbæjarskóla, sem var stærsti grunnskólinn þá, fékk að þrífast. Ekki veit ég hvernig ástandið er núna, en í öllum skólum, þar sem stjórnendur og annað starfsfólk lokar augunum og vill ekki skipta sér af og vill gera lítið úr kvörtunum, þar mun einelti slá rótum. Ábyrgð foreldranna er líka mikil, sú ábyrgð að taka kvörtunum gegn börnum þeirra sem gerendum alvarlega.

Vendetta, 9.3.2011 kl. 17:03

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Vandetta, athyglisver.

-

Þeir skólar sem starfa eftir Olweusaráætluninni eru "mældir" hvað árangur varðar. Það er gert með könnunum meðal nemenda og starfsfólks viðkomandi skóla.

-

Ég þekki ekki hvað kom út úr könnunum í þessum skólum, en það væri fróðlegt að skoða það.

-

Olweusaráætlunin gengur auðvitað ekki upp, ef starfsfólk skólans, nemendur og foreldrar, eru ekki virkjaðir í þessu verkefni. Kannanir eiga að leiða í ljós hvort árangur næst eða ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 22:48

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er e.t.v. rétt að geta þess að kannanir eru gerðar nafnlausar og eru órekjanlegar til einstaklinga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 22:58

4 Smámynd: Vendetta

Ekkert barn á það skilið svona snemma á lífsbrautinni að verða fyrir einelti. Þeir skólastjórnendur sem ekki þykjast taka eftir neinu og neita að viðurkenna vandamálin, á einfaldlega að víkja úr starfi með skömm.

Í þessum könnunum fyrir Melaskóla virðist hafa verið alveg sneitt, kannski vísvitandi hjá þolendunum. Amk. vöktu niðurstöðurnar furðu margra foreldra. Það er mögulegt, að eineltið hafi verið sérstaklega beint að krökkum sem sem voru nýbyrjaðir í skólanum (eldri bekki) svo og krökkum sem litu ekki mjög íslenzkulega út. Amk. heyrði kunningi minn margar kvartanir frá erlendum foreldrum, auk þess sem eldri dóttir hans var líka af erlendu bergi brotin og hafði byrjað í skólanum um haustið.

Ég vil nefna það að dóttir hans skipti um skóla, en ekki tók betra við. Í nýja skólanum (sem var að áliti foreldra stúlkunnar mjög lélegur á margan hátt) þjáðist hún heilt skólaár við það að enskukennarinn lagði fæð á hana, en hún reyndi að vera hugrökk og þorði ekki að segja neitt. Þegar kennarar leggja fæð á einstaka nemendur, mismuna þeim og tala við þau og um þau á niðurlægjandi hátt, þá er það næstum verra, því að börnin geta ekki rönd við reist.

Ég held svei mér, að sögur Charles' Dickens eigi afar vel við sem lýsingar á sumum íslenzkum grunnskólum.

Vendetta, 9.3.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þekkir þú hvað kom út úr árangurskönnunum í viðkomandi skólum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 23:17

6 Smámynd: Vendetta

Nei, ég las frétt um það í sambandi við Melaskólann fyrir ca. 5-6 árum síðan að það hafði verið gerð könnun, en ég man ekki hver stóð að henni. Ég man ekki tölur, bara það að nær enginn viðmælenda sagðist hafa orðið var við einelti. Ég gaf allavega lítið fyrir þessa könnun.

Hvað er að marka kannanir af þessu tagi, þegar það er athugað, að þolendur eineltis segja ekki alltaf frá eineltinu sjálfir, því að þeir skammast sín eða eru of stoltir og sömuleiðis viðurkenna gerendurnir næstum aldrei neitt, fyrr en mörgum árum seinna?

Vendetta, 10.3.2011 kl. 00:41

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig viltu að staðið sé að könnunum af þessu tagi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 01:46

8 Smámynd: Vendetta

Það er ekki auðvelt að svara þessu í fáum orðum, enda er ég maður margra orða. Má ég svara þessu á morgun, ég er alveg að lognast út af?

Vendetta, 10.3.2011 kl. 01:52

9 Smámynd: Vendetta

Það sem ég vil m.a. skrifa annað kvöld er mín skoðun á því hvers vegna könnun sem byggir á einföldum spurningum í þremur liðum a, b og c með svarmöguleikana já/nei/veit-ekki og þar sem úrtakið eru nemendur af handahófi sé ekki mikils virði. Kannanir af þessu tagi verða að byggja á mikið fleiri og áreiðanlegri gögnum, líka trúnaðarskjölum. Það getur verið að þú getir líka upplýst um ýmis smáatriði og þá verður umræðan mjög gagnleg. 

Vendetta, 10.3.2011 kl. 02:02

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Úrtakið er ekki byggt á handahófi. Allir nemendur og allir starfsmenn viðkomandi skóla sem starfar samkvæmt Olweusaráætluninni, svara könnuninni 

Skoðaðu þessar kannanir: http://www.olweus.is/kannanir.cfm

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 02:33

11 Smámynd: Vendetta

OK, en fyrir utan það atriði, þá stend ég fast á því að spurningarblöð til nemenda sé ekki eiginleg mæling á einelti og getur ekki staðið eitt sér. Síðan sem þú vísaðir til hefur tvær glærur, önnur varðandi 2005 og hin varðandi 2002 og 2003 (er ekkert nýrra?). Niðurstöður beggja byggja nær einvörðungu á svörum nemenda, en það er ekkert gert til að athuga hvort svarað sé af hreinskilni (sbr. það sem ég skrifaði að ofan), enda er það ógerningur. Ég hef ekki lesið alla linka á síðunni enda opnað hana fyrir 5 mínútum síðan, en mun gera það í dag. En margt sem ég hef leitað að varðandi könnunina, hef ég ekki fundið í fljótu bragði.

Það sem ég sæi helzt auk spurningablaðanna, sem gefa einhverja vísbendingu, en ekki endilega rétta mynd, eru athuganir óháðra aðila (sem ekki tengjast viðkomandi skóla á neinn hátt) á samskiptum allra nemenda sín á milli. Þetta yrði að vera "ósýnileg" athugun til að "trufla" ekki mælinguna. Þetta er hins vegar mjög erfitt í framkvæmd. Athugaðu, að ég er ekki að gagnrýna Olweusáætlunina sjálfa, hún er mjög þörf og æskilegt að hún hefði verið í gangi þegar ég gekk sjálfur í skóla fyrir langa löngu. Hins vegar situr enn í mér það sem ég fékk að vita um Melaskóla, eins og ég hef skrifað að ofan.

Vendetta, 10.3.2011 kl. 14:08

12 Smámynd: Vendetta

Setjum svo, að svörin frá nemendum endurspegli sannleikann, þá segjast heil 68% nemenda verða fyrir einelti. Þetta er gríðarlega há tala og þess vegna verða að fyrirliggja tölur frá nýrri könnunum til að geta séð hvort áætlunin hafi haft tilætluð áhrif, þ.e. hvort færri nemendum finnist nú að þeir séu lagðir í einelti. Einnig væri fróðlegt að vita hvort þeir sem standa að Olweusverkefnunum hafi farið fram á að fá að athuga trúnaðargögn frá stjórnendum skólanna (t.a.m. kvartanir varðandi einelti frá foreldrum) og ef svo er hvort það hafi verið samþykkt eða hvort skólastjórnendur hafi gert lítið úr þannig kvörtunum.

Vendetta, 10.3.2011 kl. 14:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gerð er könnun á kverjum vetri.

Í innleiðingarferlinu á Olweusarverkefninu, sem er 3 ár, er kostnaðurinn við greiningu á slíkum könnunum greiddur af utanaðakomandi aðilum (veit ekki alveg hver greiðir). Eftir þessi 3 ár eru kostnaðurinn greiddur af skólanum sjálfum. E.t.v. eru einhverjir skólar sem "spara" sér könnunina vegna gríðarlegs aðhalds sem nú á sér stað í skólakerfinu og það er auðvitað mjög miður.

-

Það er varla hægt að tala um einhvern "stóra sannleik" í könnunum af þessu tagi, en hlýtur þó að vera vísbending um þróun mála.

-

Kvartanir foreldra vegna eineltis eru trúnaðargögn, en alvarlegum málum er auðvitað vísað til viðeigandi aðila en það er væntanlega mat skólastjórnenda, hvort og hvert slíkum málum er vísað.

-

Eflaust eru til skólar sem eru aðilar að Olweusarverkefninu, sem eru það e.t.v. einungis að nafninu til. Ég þekki það þó ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband