Frábær árangur hjá stelpunum. Til hamingju!
Þó ég hafi ekki náið fylgst með boltaíþróttum kvenna, þá hef ég þó tekið eftir augljósum breytingum undanfarin ár.... að tvennu leyti.
Í fyrsta lagi eru þær miklu betri á allan hátt og standast ágætlega samanburð við boltakonur í öðrum löndum og vel það.
Í öðru lagi, þá eru margar stúlkur (næstum allar) afskaplega vel til hafðar í keppnisleikjum. Þær mála sig í framan með augnskugga og maskara og gott ef þær setja ekki upp gervi augnahár, líkt og þær séu að fara á dansleik. Hárið er heldur ekki útundan... allskyns fléttur og dúllerí.
En eru strákarnir eitthvað öðruvísi? Ég hélt það
Ég fékk að sjá bréf sem þjálfari 2. flokks karla skrifaði um daginn og ég birti það hér.
"Þegar að ég var að stjórna 2. flokki Sindra í leik á móti Leikni seinnipart síðasta sumars gerðist nokkuð sem hreinlega sló mig og fékk mig til að hugsa um hvað fótbolti hreinlega snérist um í dag.
Þetta atvik gerðist ekki inná leikvellinum sjálfum eins og fólk kannski ályktar, heldur gerðist þetta inní búningsklefa okkar Sindramanna, rétt eftir svakalega peppræðu þjálfarans þar sem menn áttu hreinlega að hlaupa út á leikvöllinn tilbúnir að vaða eld og brennistein til að ná í þessi þrjú stig sem voru í boði. Það sem gerist er að í stað þess að leikmenn fari úr klefanum öskrandi þá myndast röð á klósettið þar sem menn standa fyrir framan spegilinn með spraybrúsa að gera hárið flott. Sumir voru með sléttujárn!
Ég var lengi að jafna mig eftir þetta áfall og hef mikið velt því fyrir mér hvað það skiptir unga menn miklu máli að líta vel út á velli. Að líta vel út á velli hafði nefnilega aðra merkingu þegar að ég var sjálfur að spila í 2. flokki. Þá þótti maður líta vel út á velli ef maður gat eitthvað í fótbolta og náði kannski að slysast til að taka skærin í einhverri hreyfingunni. Maður þótti jafnvel líta vel út á velli fyrir flotta skriðtæklingu og stóð uppúr henni drullugur uppfyrir axlir... og já, hárið í klessu.
En af hverju erum við komin með íþróttina á þennan stað??
Ég vil meina að þegar að ungur drengur frá London flutti til Manchester til að freista gæfunnar með því ágæta liðið Man Utd hafi hjólin farið að snúast. Á þeim degi þegar að þessi drengur skoraði mark frá miðju á móti Wimbledon fóru hjólin á fleygiferð því þarna var stjarna fædd, stjarna sem hugsanlega eyddi 15 mínútum fyrir leik inná klósetti með spraybrúsa að gera hárið flott.
Það skiptir miklu máli hvernig skór leikmanna líta út í dag. Hér áður fyrr voru skór leikmanna svartir með hvítu merki saumað í. Ég er nokkuð viss um að það hafi staðið í reglunum að leikmaður skyldi aðeins spila í þannig skóm. Í dag er maður farinn að vekja neikvæða athygli ef maður spilar í svarthvítu Copa mundial skónum. Lúkkið er hreinlega tekið fram yfir gæðin í þessum málum. Meira að segja spila menn í bleikum skóm og í dag þykir það flott!
Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi alveg sloppið við þessa útlitsdýrkun því að ég hef spilað í hvítum, grænum, gulum og bláum skóm, ég hef sett í mig strípur og farið í ljós. Meira að segja gekk ég svo langt á sínum tíma að ég skellti á mig brúnkukremi fyrir leik við Fram sem var í beinni útsendingu frá Grindavíkurvelli. Ég valdi undraefnið Brazilian-tan en með því að bera það á sig þarf maður ekki að bíða nema 5 mínútur til að það virki. Ég skellti því á mig rétt fyrir mætingu og var svo orðin flekkóttur í framan í upphitun. Auðvitað tókst mér að skora í leiknum þannig að ég fékk nærmynd af mér fyrir framan alþjóð undir taktföstu kalli þeirra Stinningskalda manna (stuðningsmenn Grindavíkur) "Brúnó Brúnó Brúnó!"
En hvert er framhald þessarar útlitsdýrkunar okkar fótboltamanna? Ég bind miklar vonir við að þaðan sem þessi ósköp byrjuðu sé nú komin lækning. Í liði Rauðu djöflanna er nefnilega kominn á sjónarsviðið ungur drengur sem hefur gert allt vitlaust og virtist á tímabili ekki getað hætt að skora. Drengur þessi er ekkert mikið í hársprayinu enda ekki mikið hár eftir á kollinum. Hann er hvítur eins og ég og er samt ekkert í ljósum eða að nota brúnkuefni. Hann er í ósköp venjulegum Nike takkaskóm og það skiptir hann nákvæmlega engu máli þó að hann sé drullugur upp fyrir axlir. Meira að segja þarf þessi drengur að borga fyrir kynlíf utan hjónabands.
Lækningin heitir Wayne Rooney."
Ísland í úrslit á Algarve mótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Viðskipti
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.