Ég er í hjarta mínu á móti því að samþykkja icesave- ánauðina. En einhver rödd á bak við eyrað hefur verið að trufla það sem hjartað vill. E.t.v. borgar sig að samþykkja þennan fjanda og horfa fram á veginn.... gleyma þessu bara?
Á Mbl.is þann 16. desember s.l. segist Össur Skarphéðinsson vara við því að hafna nýja Icesave samningnum, um leið og hann lofar Indefence samtökin fyrir þátt sinn í málinu. Það eru einmitt svona hótanir sem gera það að verkum að ég vil setja undir mig hausinn og segja þvert nei við hinum ólögmætu kröfum Breta og Hollendinga.
Á sjónvarpsstöðinni ÍNN eru nú sýndir þættir, þar sem spekingar rökræða hvort segja eigi já eða nei við Icesave III. Annar þátturinn heitir "Já" og hinn "Nei".
Ég horfði á "Nei"þáttinn á ÍNN í gærkvöldi.
Reimar Pétursson, lögfræðingur og fulltrúi Indefence hópsins, sem ég man því miður ekki hvað heitir, voru viðmælendur Halls Hallssonar. Í stuttu máli þá sannfærðu þeir mig með yfirvegaðri röksemdarfærslu, að engin ástæða sé til að óttast afleiðingar þess að Íslendingar standi í lappirnar í þessu máli og setji kross við "Nei" í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég á eftir að sjá "Já" þáttinn.
Kynning á Icesave ekki nógu hlutlæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.3.2011 (breytt kl. 00:29) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
Athugasemdir
Sæll Gunnar, hjartað veit hugurinn glepur.
Magnús Sigurðsson, 4.3.2011 kl. 06:59
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2011 kl. 10:09
Gunnar: bara það að Össur S, mæli með einhverju, er nóg fyrir mig til að segja nei, maðurinn lifir í annarri vídd en við hin, það er samt eitt sem vefst fyrir mér, hvers vegna þarf að semja?, af síðustu fréttum af stöðu þrotabúsins að dæma, þá eru til peningar til að dekka trygginguna?, sýnst dæmið um að ef við segjum nei þá fái þeir ekki neitt,? eða hvað?, er það það sem slagurinn stendur í rauninni um?.
Magnús Jónsson, 4.3.2011 kl. 22:50
Ég er ekki alveg klár á því, satt að segja , Magnús, en ég held að Bretar og Hollendingar vilji að við borgum það sem þeir borguðu út til innlánshafa, líka það sem er umfram lágmarks trygginguna sem er 20.887 evrur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2011 kl. 01:21
Vertu bara rólegur Gunnar upphæðin lækkar þangað til við segjum já þá hækkar hún aftur. Ég held að prinsip málið sé að fá þetta samþykkt til að innistæðutryggingar haldi. Verði þessu hafnað er hætt við að fólk treysti ekki innistæðutryggingunum og fjárfesti frekar en að geyma fé í bönkum.
Bankakerfið virkar sem veltugeymsla ætli fleiri að taka út en leggja inn er hætt við að veltan hææti að hafa undan úttektum og innistæðutryggingasjóðirnir tæmist. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu hérlendis því hér á landi eiga allir allt og ekkert hvort eð er fæst fyrir pappírinn.
Offari, 5.3.2011 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.