Þó atvinnuleysi og kreppa hafi vissulega haft áhrif í Fjarðabyggð eins og annarsstaðar, er það ekkert í líkingu við það sem er að gerast á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.
Fólksfjölgun í sveitarfélaginu er á pari við þær spár og væntingar sem gerðar voru vegna tilkomu álversins og það þrátt fyrir að um 300 störf hafi tapast úr sjávarútveginum á sama tíma. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda, hvernig ástandið væri hér ef Ómari Ragnarssyni og félögum hefði tekist að koma í veg fyrir uppbygginguna sem hér hefur átt sér stað.
Ef miðað er við sveitarfélög sem hafa 650 íbúa eða fleiri, þá trónir Fjarðabyggð á toppnum sem tekjuhæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, með 537.150 krónur. Garðabær er í öðru sæti með 536.933 kr. Sjá HÉR á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Hin svokölluðu "ruðningsáhrif", sem andstæðingar framkvæmdanna töluðu um með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar, urðu engin eins og fram hefur komið í viðamikilli skýrslu um efnahags og samfélagsleg áhrif álversins á svæðinu.
Þó má e.t.v. tala um "jákvæð ruðningsáhrif" álversins, því með komu þess þá ruddi það í burtu undirborgunum á vinnumarkaði, vegna þess að samkeppni um vinnuafl var ekkert.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
Athugasemdir
Það er stórmerkilegt að sumir þingmenn og ráðherrar skuli ekki hafa heyrt um þetta, jafnvel þó þeir séu úr kjördæminu og sitji sem fulltrúar þess á Alþingi.
Það hefur stundum verið sagt að allar framfarir verði vegna nýrra og betri upplýsinga um staðreyndir mála, en það sýnir sig þó ekki vera rétt í þessu tilfelli.
Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2011 kl. 12:55
Já, þetta er merkilegt. Enn heyrast háværar raddir meðal þeirra sem voru, eru og munu alltaf verða á móti þessu, að þetta hafi allt saman verið mislukkað og skili litlu sem engu.
-
Þeir sem ekki vita betur, virðast því miður margir hverjir trúa þessu bulli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.