Þó atvinnuleysi og kreppa hafi vissulega haft áhrif í Fjarðabyggð eins og annarsstaðar, er það ekkert í líkingu við það sem er að gerast á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.
Fólksfjölgun í sveitarfélaginu er á pari við þær spár og væntingar sem gerðar voru vegna tilkomu álversins og það þrátt fyrir að um 300 störf hafi tapast úr sjávarútveginum á sama tíma. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda, hvernig ástandið væri hér ef Ómari Ragnarssyni og félögum hefði tekist að koma í veg fyrir uppbygginguna sem hér hefur átt sér stað.
Ef miðað er við sveitarfélög sem hafa 650 íbúa eða fleiri, þá trónir Fjarðabyggð á toppnum sem tekjuhæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, með 537.150 krónur. Garðabær er í öðru sæti með 536.933 kr. Sjá HÉR á heimasíðu Fjarðabyggðar.
Hin svokölluðu "ruðningsáhrif", sem andstæðingar framkvæmdanna töluðu um með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar, urðu engin eins og fram hefur komið í viðamikilli skýrslu um efnahags og samfélagsleg áhrif álversins á svæðinu.
Þó má e.t.v. tala um "jákvæð ruðningsáhrif" álversins, því með komu þess þá ruddi það í burtu undirborgunum á vinnumarkaði, vegna þess að samkeppni um vinnuafl var ekkert.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 947736
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump-friður í Gasa en fáir fagna
- Seðlabankinn skiptir um skoðun
- Umræða um atvinnulíf
- bæn dagsins...
- ESB vill spara 10% af vatni fyrir 2030 vatn á að verða alþjóðleg eign íslenska vatnið líka með bókun 35
- Ekki þarf að líta til útlanda til að finna eymdina
- Þrjár óbirtar kannanir
- Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
- Sé "Lýgveldið" ósjálfstætt og "óskráð" eign Alviðruklúbbsins
- Tvisvar á ævinni veður gamall skunkur ungur
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Þjóðarleiðtogar fagna friðarsamkomulagi
- Þetta snýst meira en bara um Gasa
- Gíslarnir frelsaðir á næstu sólarhringum
- Ísrael og Hamas ná saman um friðarsamkomulag
- Vopnahlé í nánd: Var rétt í þessu að fá skilaboð
- Tryggi öryggi Frelsisflotafólks
- Vænta undirritunar vegna Gasa að morgni
- Fimm handteknir í stórfelldu kókaínmáli
Athugasemdir
Það er stórmerkilegt að sumir þingmenn og ráðherrar skuli ekki hafa heyrt um þetta, jafnvel þó þeir séu úr kjördæminu og sitji sem fulltrúar þess á Alþingi.
Það hefur stundum verið sagt að allar framfarir verði vegna nýrra og betri upplýsinga um staðreyndir mála, en það sýnir sig þó ekki vera rétt í þessu tilfelli.
Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2011 kl. 12:55
Já, þetta er merkilegt. Enn heyrast háværar raddir meðal þeirra sem voru, eru og munu alltaf verða á móti þessu, að þetta hafi allt saman verið mislukkað og skili litlu sem engu.
-
Þeir sem ekki vita betur, virðast því miður margir hverjir trúa þessu bulli.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.