Fjarðabyggð er tekjuhæsta sveitarfélagið á landinu

Þó atvinnuleysi og kreppa hafi vissulega haft áhrif í Fjarðabyggð eins og annarsstaðar, er það ekkert í líkingu við það sem er að gerast á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.

Fólksfjölgun í sveitarfélaginu er á pari við þær spár og væntingar sem gerðar voru vegna tilkomu álversins og það þrátt fyrir að um 300 störf hafi tapast úr sjávarútveginum á sama tíma. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda, hvernig ástandið væri hér ef Ómari Ragnarssyni og félögum hefði tekist að koma í veg fyrir uppbygginguna sem hér hefur átt sér stað. Crying

Ef miðað er við sveitarfélög sem hafa 650 íbúa eða fleiri, þá trónir Fjarðabyggð á toppnum sem tekjuhæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, með 537.150 krónur. Garðabær er í öðru sæti með 536.933 kr. Sjá HÉR á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Hin svokölluðu "ruðningsáhrif", sem andstæðingar framkvæmdanna töluðu um með Steingrím J. Sigfússon í broddi fylkingar, urðu engin eins og fram hefur komið í viðamikilli skýrslu um efnahags og samfélagsleg áhrif álversins á svæðinu.

Þó má e.t.v. tala um "jákvæð ruðningsáhrif" álversins, því með komu þess þá ruddi það í burtu undirborgunum á vinnumarkaði, vegna þess að samkeppni um vinnuafl var ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stórmerkilegt að sumir þingmenn og ráðherrar skuli ekki hafa heyrt um þetta, jafnvel þó þeir séu úr kjördæminu og sitji sem fulltrúar þess á Alþingi.

Það hefur stundum verið sagt að allar framfarir verði vegna nýrra og betri upplýsinga um staðreyndir mála, en það sýnir sig þó ekki vera rétt í þessu tilfelli.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er merkilegt. Enn heyrast háværar raddir meðal þeirra sem voru, eru og munu alltaf verða á móti þessu, að þetta hafi allt saman verið mislukkað og skili litlu sem engu.

-

Þeir sem ekki vita betur, virðast því miður margir hverjir trúa þessu bulli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband