Í Kiljunni",bókmenntaþætti Egils Helgasonar 23. feb. s.l. fór Páll Baldvin Baldvinsson hamförum yfir bókinni "Skólaljóð" sem flestir muna eftir úr grunnskóla, a.m.k. þeir sem komnir eru á fertugs aldur og eldri. Bókin var gefin út árið 1964 og myndskreytt listilega af Halldóri Péturssyni.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin voru á öndverðu meiði að venju og oft hefur verið gaman að hlusta á mál þeirra og mismunandi skoðanir. Allir vita að Páll er vinstrisinnaður, en vinstri stækjan af honum og ofstækið í umfjöllun sinni um "bláu bókina", en með þeirri nafngift vísar hann í að kennarinn sem safnaði þessum ljóðum saman í bókina, var sjálfstæðismaður, var hreint út sagt með ólíkindum.
Kolbrún kom auðvitað inn á það sem nánast allir Íslendingar vita, að þetta er ein minnisstæðasta bókin úr grunnskólagöngu barna á Íslandi og að mörgum þyki afar vænt um bókina.
Þennan Kiljuþátt má sjá HÉR , fyrir þá sem ekki sáu þessu ósköp.
"Svona eru vinstrimenn í dag", hefði sjálfsagt hrokkið út úr Jóni Ársæli Þórðarsyni. En auðvitað hefur svona skapgerð blundað í mörgum þeirra frá upphafi vega.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
Athugasemdir
Ég var einmitt að hrökkva upp við það um daginn hvað þetta er rosalega góð bók.
Og ég sem varla les ljóð.
Og ef hún er gerð af hægri manni sannar það bara hvað þeir eru miklu gáfaðri, skemmtilegri, fallegri, betri í fótbolta og meiri smekkmenn en sumir sem vinna á sumum stöðvum og eru soldið meira fyrir rússnesk byltingarkver.
Ég er ekkert endilega að tala um Pál Baldvin.
Og þó.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 21:04
Kominn fast að sextugu hef ég ekki séð þessa bók frá barnaskólaárum mínum á sjöunda áratugnum. Það væri áreiðanlega gaman að rifja upp kynni við hana. Hinsvegar var ég allt í einu að uppgötva að sennilega eru tvö kvæði úr henni í tónspilaranum á bloggsíðu minni: Annars vegar "Fjallganga" Tómasar Guðmundssonar og hinsvegar "Þorraþrællinn" hans Kristjáns Fjallaskálds. Þessi kvæði las ég og lærði sem barn, tók ástfóstri við þau og samdi við þau lög sem ég hljóðritaði og setti í tónspilarann. Ekki fattaði ég fyrr en nú að þau væru úr "Skólaljóðunum".
Jens Guð, 25.2.2011 kl. 22:52
Páll Baldvin talaði um að bókin væri gamaldags, jafnvel á 1964 mælikvarða. Að í bókina vantaði öll atómskáldin.
-
Egill Helgason, "vinstri sleikja", bakkaði ofstækismanninn upp og sagði að "reyndar væru engin ádeiluljóð" [þjóðfélagsleg] í Skólaljóðunum. "Ádeiluljóð"!! Fyrir 10-13 ára krakka!?
-
Að mínu mati eru bókin falleg, bæði að útliti og innihaldi en vinstrimennirnir vildu auðvitað hafa pólitískan áróður í uppeldisfóðri barnanna í grunnskólunum. Þannig hugsa þeir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2011 kl. 23:52
Ég á þessa bók enn og hef átt í 40 ár. Hún er mér kær, þó oft líði mörg ár á milli að ég kíki í hana. Auðvitað má deila um að þetta eða hitt ljóðið hefði átt að vera frekar en eitthvað annað.
En svona kjaftæði eins og í Páli Baldvini kann ég ekki að meta. Maðurinn nánast froðufelldi af grimmd og heift út í þá staðreynd að kennarinn sem safnaði ljóðunum saman fyrir þessa útgáfu, hafði verið sjálfstæðismaður.
Ekki hafði ég hugmynd um það, enda aldrei leitt hugann að því, hvar sá ágæti maður stæði í pólitík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.2.2011 kl. 23:59
Þessi bók er gersemi enda fyrir margra hluti sakir mjög listræn. Þarna mátti í einna fyrsta sinn sjá listaverk bókstaflega „flæða“ um blaðsíðurnar þar sem textar ljóðanna voru prentaðir.
Sjálfur er eg of gamall að hafa kynnst Skólaljóðunum í þessari útgáfu en man að tvö lítil hefti sem einnig voru nefnd „Skólaljóð“ og þá fyrra og seinna hefti voru til um og eftir 1960. Þetta var innbyrt af skólabörnunum rétt eins og lýsið. En það er önnur saga.
Gagnrýni Páls Baldvins er auðvitað réttmæt en líta verður á þennan tíma þar sem allt sem tengdist „atómljóðum“ og nútímaljóðum var af borgarastéttinni tekið af tortryggni. Valið í ljóðabókina var auðvitað miðað við að þau gætu verið skólabörnum til yndis og fyrirmyndar en ekki til neins annars. Ljóðin átti að læra utanbókar en ekki lesa þau yfir til að kryfja hugsunina að baki þeirra.
Þessi Skólaljóð voru því barn síns tíma.
Svona var tíminn þá - og kemur væntanlega ekki aftur.
Góðar stundir
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2011 kl. 00:39
Gott innlegg, Guðjón
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2011 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.