Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sal, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri.
- Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi Íslands 4. mars 2003
Steingrímur hótaði afsögn og stjórnarslitum við forsetann fyrir ári, ef hann synjaði hinni "glæsilegu niðurstöðu" úr fyrri samningi, eins og hann orðaði það í fjölmiðlum. Þegar Ólafur Ragnar upplýsti þetta í Silfri Egils um daginn, þá voru viðbrögð Steingríms þau, að hann myndi passa sig næst í trúnaðarsamtölum við forsetann.
Á yfirborðinu er Steingrímur röggsamur foringi, en undir því er hann ómerkingur.
Vill breyta 26. greininni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.2.2011 (breytt kl. 18:49) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
- Flokkur fólksins
- Að tapa sigrinum
Athugasemdir
Fyrirsognin her segir 2004 en textinn 2003, hvort er rett?
Nonni (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 18:31
Ég brá mér á vef þingsins og fann þetta strax, dagsetningin er 2003-03-04. Í ræðu sem hófst 13:38 ef það skiptir máli. Úrdráttur að ofan er þó nær kl. 14:00.
Björn Ragnar Björnsson, 22.2.2011 kl. 18:47
Innsláttarvilla. Takk fyrir ábendinguna Nonni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 18:48
Nágrímur NEI-kvæði yfirmaður viðsnúninga og umrenningaherdeildar kosningaloforða-niðursturtunarflokksins WC er enn eina ferðina kominn í hring.
Það er því miður fyrir okkur þjóðina að um leið og menn komast til valda hér ganga þeir fyrst af göflunum, svo af vitinu og sjá ekki bjálkann í egin auga.
Óskar Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 19:25
Við eigum öll að þakka fyrir að einhver hafi nennu til að fletta upp þessu ömurlega ræðubulli...hefur hann ekki talað í marga sólarhringa á hverju þingi í 28 ár!!!
en sagnfræðin í þessu er ómetanleg...ég þakka fyrir...les þetta á hverju kvöldi á næstu dögum og vikum
Sigurjón Benediktsson, 22.2.2011 kl. 20:42
Gaman að þessu. Það er greinilega ekki það sama að vera í stjórn og stjórnarandstöðu og það höfum við oft séð. En af hverju fór þetta mál ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu? Af hverju var hætt við þetta allt?
Skúli (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:13
Ma...ma...ma...maður áttar sig bara ekkert á þessu...:(
Linkur á undirskriftasöfnun fyrir utanþingsstjórn. Allir saman nú...
http://utanthingsstjorn.is/
Sólrún (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.