Fjármagn sett í nýsköpun fyrir útlendinga

"Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun hafa um skeið staðið fyrir svokölluðum frumkvöðlasmiðjum fyrir atvinnulausa sem ganga út á að leiðbeina fólki við að leita að nýjum viðskiptahugmyndum. Nú stendur hinsvegar yfir, á Akranesi, fyrsta frumkvöðlasmiðjan eingöngu ætluð erlendum atvinnuleitendum.

"Marcin Szafranowicz er nemandi í frumkvöðlasmiðjunni. Hann hefur búið í 9 ár á Íslandi og alltaf notað pólskt sjónvarp. Hann segir að margir Íslendingar séu ekki hrifnir af öllum loftnetunum sem fylgi því. Hann segist vilja þróa netsjónvarp. Marcin er ekki viss hvort hann hrindir hugmyndinni í framkvæmd en það sé mikils virði að fá að þróa hana í frumkvöðlasmiðjunni." (Undirstrikun mín) ( ruv.is )

Þetta er væntanleg dæmi um "eitthvað annað", sem á víst að blasa við öllum.

Mjög spennandi frumkvöðlastarf hefur verið unnið í Hrísey s.l. áratug í kræklingarækt. Nú hefur þetta framtak verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Ef það á að styðja við frumkvöðlastarf með opinberu fé á annað borð, þá vil ég sjá því fjármagni veitt í starfsemi sem þegar er komin af stað og lofar í raun góðu. Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað hjá Norðurskel ehf. en afurðin skilar sér ekki að fullu strax. Ef ég man rétt, er "uppskeran"einhver ár í ræktun og einnig þarf að þróa markaðssetningu og fl.


mbl.is Norðurskel gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband