Hinn austfirski fréttamiðill, http://www.austurglugginn.is/ , skartaði Völvu, eins og flestir miðlar landsins. Völva Austurgluggans sagði m.a., skömmu eftir áramót:
Álverið á Reyðarfirði verður ekki lengur eins vinsælt og verið hefur, fólk fussar yfir mengun og heilsutapi. Eitthvað virðist verða að tölvukerfinu sem veldur fleiri bilunum. Það er skuggi yfir stóriðjunni á Reyðarfirði og líklega styttra í það en margir halda að Alcoa loki og fari. Þörf fyrir ál fer minnkandi vegna samdráttar í stríðsrekstri. Áhugi er á nýjum uppfinningum sem þykja hagstæðari en þessi bræðsluaðferð."
Andrúmsloftið í Reyðarfirði er vaktað m.t.t. mengunar og sömuleiðis gróðurfarið. Hægvaxta gróður, s.s. mosar, fléttur, skófir og sígrænar plöntur, eru viðkvæmari en annar gróður fyrir langtíma mengun. Aðallega heyrði ég talað um brennisteinsmengun en minnist þess ekki að díoxín-mengun hafi verið nokkurn tíma nefnd í umhverfismatinu. Ég skal þó ekki fullyrða um það og ég nenni ekki að fletta því upp, að sinni.
Ég held að sýnataka úr jarðvegi segi okkur ekkert meira en sýnataka úr gróðrinum. En sennilega er aldrei of varlega farið... eða hvað? Er þetta kannski bara sýndarmennska í Svandísi, umhverfisráðherra?
Díoxínmengunin fyrir vestan er hins vegar grafalvarlegt mál og ef satt reynist að mengunin sé veruleg í kring um sorpbrennslur, þá á auðvitað einhver blýantsnagarinn að taka pokann sinn.
Taka sýni við álver og við áramótabrennur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 9.2.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll félagi,
Gróf upp þessa síðu með upplýsingum dioxin: http://www.ejnet.org/dioxin/
Díoxín eru sterkustu eiturefni sem til eru. 4 grömm virka e.t.v. ekki sem mikið af þessu, en þegar um er að ræða mælingar á díoxíni í matvælum eru notuð pico grömm sem eru einn milljón milljónasti (1/1.000.000.000.000) úr grammi!
Kveðja
Arnór Baldvinsson, 9.2.2011 kl. 19:28
Takk fyrir þetta, Arnór.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 20:15
Á Kúludalsá í Hvalfirði hafa hross drepist úr flúormengun, en auðvitað er það ekki frá álverinu. Enda vakta stóriðjurnar sjálfar alla mengunarþætti.
sigurður (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 20:51
Flúor frá álverinu í Reyðarfirði er langt undir viðmiðunarmörkum, enda verksmiðjan þar sú nýjasta á Íslandi, Hreinsibúnaður er stöðugt að þróast, sem betur fer.
-
Álverin sjá EKKI um vöktunina, að öðru leyti en því að þau borga fyrir hana. Hæfir og viðurkenndir aðilar sjá um vöktunina og fara eftir viðurkenndum verkreglum hvað það varðar. Náttúrustofa Austurlands sér um sýnatöku og úrvinnslu hennar í Reyðarfirði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.