"Hagstjórnarlegri hugmyndafræði okkar var ábótavant og skattapólitíkin mistókst hrapalega. Hún virkaði ekki í praxis og skilaði minna en engu í ríkissjóð.
Djúpstæður ágreiningur var í nokkrum grundvallar málaflokkum milli stjórnarflokkanna, m.a. um ESB- mál og umhverfis og virkjanamál.
Í kjölfarið missti ríkisstjórnin sjálfstraustið og þvarr úthald og einurð til þess að standast það álag sem fylgir því að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En það sem þó varð henni fyrst og fremst að falli...
.... voru rangar ákvarðanir."
Sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, á Bessastöðum, nú síðdegis.
Mig er búið að dreyma tvær nætur í röð, að þessi texti sé lesinn upp í öllum fréttamiðlum útvarps og sjónvarpsstöðvanna. Getur verið að ég sé berdreyminn?
Ef ég hef rétt fyrir mér (í þessum draumi... spádómi... óskhyggju), er það sennilega álíka merkileg heppni eða spádómsgáfa og þegar ég var 11 ára, árið 1971 og tippaði enska seðilinn af miklum móð. Þá voru 12 leikir á seðlinum, en ekki 13 eins og nú er.
Þegar ég fór yfir úrslit dagsins þennan laugardag og sá að ég hafði 11 rétta, (en þeir höfðu stundum gefið 1. vinning, sem gat verið umtalsverð upphæð), hoppaði ég hæð mína af fögnuði. Ég var stoltur af getspeki minni og mér fannst ég vera klár.... gáfaður jafnvel.
Ég sá í hyllingum allskyns hluti sem ég ætlaði að kaupa mér og auk þess ætlaði ég að gleðja mömmu og pabba,... og systur mínar fimm og bróður.
Því er skemmst frá að segja, að hálf þjóðin var álíka getspá og ég. Úrslitin voru algjörlega eftir bókinni. Enginn vinningur var fyrir 11 rétta og vinningsupphæðin fyrir 12 rétta, dugði fyrir nokkrum getraunaseðlum.
Okkur vantaði trú á verkefnið | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Spaugilegt | 4.2.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Yrði heimurinn betur staddur ef Rússar myndu tapa Úkraínustríðinu?
- Nató herðir heljartökin í Vestur-Asíu og Levantíu
- Borgarstjórastóll Einars reyndist Framsókn pólitískt mjög dýr
- Borgarstjórastóll Einars reyndist Framsókn pólitískt mjög dýr
- Skilaboðin skiluðu sér
- Snúin stjórnarmyndun
- Skýr niðurstaða
- Bæn dagsins...Speki og heimska..
- Opinber kímni brátt lögfest, og óopinber stöðluð
- ,,Þetta er ekki hægt ... en það verður samt að gera þetta."
Athugasemdir
Gunnar ég held að sjúkleg þráhyggja þín gagnvart dásemdum hægri manna og um leið sjúklega djúpt hatur til vinstri manna sé farið að marka þína undirmeðvitund. Þá er timi til að fara hugsa sinn gang.
Arnar AEvarsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 09:32
Arnar, "Ég man ekki eftir duglausari og aumari stjórn en þeirri, sem nú situr, nema ef vera skyldi ráðherradómur Björns Jónssonar 1909–1911, en Björn var þá farinn að heilsu og þess vegna ef til vill ekki við hann að sakast.
Stjórnin komst til valda í skjóli ofbeldis vorið 2009. Í stað þess að taka þegar rösklega á málum eyddi hún dýrmætum vikum og mánuðum í það verkefni eitt að hrekja Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Með því vanrækti hún ekki aðeins skyldur sínar við þjóðina, heldur rauf líka gagnkvæm grið, sem sett hafa verið milli forystumanna í íslenskum stjórnmálum eftir óskráðum, en sjálfsögðum og eðlilegum reglum.
Tveir rosknir heiðursmenn úr Sjálfstæðisflokknum, báðir með hagfræðipróf, voru gabbaðir til þess að fletta umsóknum um seðlabankastjórastöðuna, á meðan hinn nýi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sat á laun að samningum við Má Guðmundsson um launakjör hans. Már hefur síðan farið að með þjösnaskap og yfirlæti í Seðlabankanum.
Stjórnin rauf ekki aðeins grið á Davíð Oddssyni, heldur líka Geir H. Haarde. Hann er dreginn fyrir landsdóm fyrstur ráðherra í sögu Íslands. Fjórir stuðningsmenn stjórnarinnar á þingi (Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Inga Ingadóttir og Skúli Helgason) greiddu atkvæði með því að ákæra Geir, en greiddu atkvæði á móti því að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem var hinn leiðtogi stjórnarflokkanna.
Ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson sátu í þeirri ríkisstjórn, sem hér hafði völd í bankahruninu. Jóhanna sat raunar í sérstakri nefnd um ríkisfjármál. Bæði daufheyrðust þau við viðvörunum Davíðs Oddssonar fyrir hrun og í því.
Forsætisráðherrann er mannafæla, sem er lítt mælt á erlendar tungur og getur þess vegna ekki haldið á lofti málstað Íslendinga erlendis. Hún getur ekki einu sinni bögglað út úr sér réttum fæðingarstað Jóns forseta Sigurðssonar á fæðingardegi hans og þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Svo illa stóð stjórnin að einu helsta hugðarefni forsætisráðherrans, stjórnlagaþingi, að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda. Er það einhver mesta sneypuför síðustu áratuga.
Stjórnin virðist stefna að því að leggja sjávarútveginn í rúst, en hann er sá atvinnuvegur, sem hefur staðið best af sér kreppuna. Raska á stórlega eða leggja jafnvel að velli kerfi, sem reynst hefur vel og miklu betur en annars staðar þekkist.
Stjórnin virðist stefna að því að draga úr verðmætasköpun og vinnusemi Íslendinga með stórhækkuðum sköttum. Þeir munu ekki auka tekjur ríkisins, þegar til langs tíma er litið, heldur minnka þær. Sneið ríkisins af þjóðarkökunni stækkar að vísu, en kakan sjálf minnkar.
Í Icesave-málinu er ekki deilt lengur um það, að stjórnin lék stórkostlega af sér, þegar hún sendi þá Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson, tvo vanhæfa oflátunga, í fangið á Bretum og Hollendingum. Þeir áttu að semja við þessi ríki, en tóku aðeins við reikningnum frá þeim og framvísuðu á Íslandi. Samningur þeirra var kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hefði kostað tugum og jafnvel hundruðum milljörðum króna meira en sá samningur, sem Íslendingum stóð síðan til boða.
Eru þetta einhver mestu stjórnmálamistök Íslandssögunnar. Sömu ráðherrar og vilja draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm vegna vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, eru því sekir um stórfellda og sannanlega vanrækslu í hagsmunagæslu fyrir Íslendinga.
Sterk rök hafa verið færð fyrir því, að íslenska ríkið beri enga greiðsluskyldu vegna þess, að Bretar og Hollendingar kusu vegna eigin hagsmuna að láta eins og ríkisábyrgð væri á innstæðum sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Fjármálaráðherra Hollands og seðlabankastjóri Evrópu hafa hvort sem er báðir sagt, að reglur Evrópska efnahagssvæðisins um ábyrgð á innstæðum eigi ekki við í lánsfjárkreppu eins og þeirri, sem skall á haustið 2008. Forstöðumaður hins norska tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, sem starfar eftir sömu reglum og hinn íslenski, hefur sagt, að norska ríkið sé ekki ábyrgt fyrir skuldbindingum þess sjóðs.
Ekki er því um neina „Icesave-skuld“ að ræða, heldur aðeins kröfu Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum. Sú krafa er sérlega óbilgjörn í ljósi þess, að Bretum var að nokkru leyti um fall íslensku bankanna að kenna.
Við slíkar aðstæður er þörf á styrkri stjórnarandstöðu. Hún á ekki aðeins að gegna því ómissandi hlutverki að veita aðhald, gagnrýna og greina, heldur líka að vera annar kostur, ef og þegar stjórnin bilar".
-
Þetta er getraun: Hver skrifaði ofangreint? Ég geri þetta að svari mínu til Arnars, varðandi "sjúklega djúpt hatur mitt til vinstri manna".
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2011 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.