ESB samsæri

esb-icesaveeu-flag-colorViljum við vera í klúbbi, þar sem sérhagsmunabandalög stóru ríkjanna ráða för?

 "Nú hafi nefndin ákveðið að ljúka ekki gerð skýrslunnar, m.a. vegna þess að efasemdir voru um að æskilegt væri að Evrópuráðsþingið tæki afstöðu sem kynni að verða nýtt í dómsmálum í tengslum við fall Landsbankans."

Þessi skýring á stöðu mála, hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar Errm


mbl.is Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Evrópuráðið er ekki ESB og hefur ekkert með ESB að gera. Þetta er allt önnur stofnun og íslendingar hafa verið aðildar að henni síðan árið 1950.

Jón Frímann Jónsson, 1.2.2011 kl. 18:59

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég ber alltaf virðingu fyrir mönnum sem ekkert láta ónotað við að berjast fyrir sínum skoðunum og málstað, en það er jú pínu "paranoja" í gangi hér hjá þér þar sem Evrópuráðið hefur ekkert með ESB að gera nema hnattstöðu og nafnið að hluta  og Ísland er fullgildur aðili að þessu ráði ásamt Bretlandi ofl. það sem er óvenjulegt er að þeir skyldu taka þetta upp yfirhöfuð fyrr en væntanlegur dómur var fallinn, það er frekar venjan með svona mannréttindaráð, en hver veit hverjir eru rotta sig saman á þessu tortryggnistímum, allavega voru ummæli Marðar ekki sæmandi kjörnum fulltrúa þjóðarinnar, hverjar svosem skoðanir hans eru annars.

En þú stendur vaktina Gunnar sé ég, en ekki eyða öllu púðrinu á skuggamyndir .

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.2.2011 kl. 19:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og haldið þið að þessi niðurstaða tengis ESB ekki á nokkurn hátt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 20:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit ekki betur en stærstu og öflugustu ríkin í ESB, séu einnig í Evrópuráðinu.

-

Var rannsóknin stöðvuð vegna hagsmuna Breta og Hollendinga?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 21:06

5 Smámynd: Offari

Ég er líka paranojaður gagnvart Esb.

Offari, 2.2.2011 kl. 01:11

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem er eiginlega furðulegast... er hvað ESB-sinnar eru efalausir í sannfæringu sinni. Það er hættulegt fyrir okkur Íslendinga, þegar slíkir menn ráða för.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 02:29

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Fyrir það fyrsta er engin "niðurstaða" hér hjá Evrópuráðinu, það er kannski það sem er eiginlega að pirra fólk, og sama hvað þá eru færð ágæt rök fyrir þessari stöðvun á rannsókninni, sem aftur þarf nokkuð mikla einsýni til að túlka Íslandi endilega í óhag, beiting hryðjuverkalaganna og væntanlegur dómur vegna þess, er mál milli Íslands annarsvegar og Bretlands/Hollands hinsvegar, ekki Ísland gegn ESB, og aðildarlöndin að Evrópuráðinu hafa fullt frelsi til ákvarðana þar án tillits til aðildar að ESB. 

Ég er ekki ESB sinni Gunnar, (ekki andESB heldur eiginlega) en ég er ekki myrkfælinn, þannig að ég sjái "þann gamla" allstaðar.

En þú átt örugglega meira en nóg af púðri þannig að þú hafir ráð á að skjóta á skuggana líka.

Það var minn punktur, ekki verra en það

En Gunnar ! er búið að loka á Loft Altice ?? fæ tilkynningu um það þegar ég reyni opna bloggið hans :(

Kv KH

Kristján Hilmarsson, 2.2.2011 kl. 14:38

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innleggið, Kristján. Ég er nokkuð sammála þér í þessu, nema mér fannst rökin fyrir stöðvun rannsóknarinnar, frekar loðin og þess vegna velti ég því upp að margar spurningar myndu vakna vegna þessarar ákvörðunar.

-

Ég veit ekki með Loft, hef ekki kíkt á hann í dálítinn tíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband