Það er hægt að taka heils hugar undir orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að þetta sé "..eina jákvæða skattabreytingin ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefði staðið að og ástæðan væri ef til vill sú, að þingið hefði tekið völdin af ríkisstjórninni og knúið fram þessar breytingar."
Nokkrir framsóknarmenn og þingmaður Hreyfingarinnar, sjá ekki hag af netþjónabúum á Íslandi, með þessum breytingum á skattaumhverfi þeirra.
Það þykir mér stórmerkilegt að heyra. Það er s.s. ekki hagur í því að selja orkuna og skapa verðmæti úr henni? Það er ekki hagur í því að skapa störf fyrir "mannauðinn"okkar, sem við montum okkur af á tyllidögum? Það er s.s. ekki hagur af því, við aðstæður sem nú ríkja, að að verkefnum fyrir sölu og þjónustuaðila fjölgi?
Hver hefði trúað þessu?
Netþjónabú boðin velkomin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 946106
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- Evrópa í stríð við Bandaríkin, fara Bandaríkin í BRICS-sambandið? Evrópsk jafnarhyggja dauð?
- Víkur kuldinn?
Athugasemdir
Já, þetta eru frábærar fréttir--það hafa nokkrir stórir aðilar haft gríðarlegan áhuga á því að setja upp netþjónabú og það eina sem hefur verið að stoppa þá hingað til hefur verið kostnaðurinn við að koma netþjónunum til landsins. Ég held við séum áreiðanlega búin að missa af allavega einum af þessum aðilum (þetta er búið að taka ægilegan tíma) en þetta verður fljótt að skila sér og það verður mikið að gera í kringum þennan geira mun fyrr en flestir gera sér grein fyrir.
Að einhver skuli hafa staðið gegn þessum breytingum finnst mér ekkert minna en stórfurðulegt--þetta er nauðsynleg vítamínsprauta í atvinnulífið og það var löngu kominn tími á að dreifa eggjunum okkar í aðeins fleiri körfur.
Durtur, 18.12.2010 kl. 17:18
Þetta er bara því miður dæmigerður hugsunarháttur (villa) vinstrimanna. Þeir hafa aldrei verið sleipir í hagfræði og peningamálum. Þeir kunna ekkert á slíkt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 02:26
ferlegt er þetta, og ekki stóðu hægri eða miðju menn sig við sjáum hvernig það fór eftir áratuga stjórnun, landið fór á hausinn°þökk sé þínum mönnum. En fyrir liggur þá að engin stjórnmálaflokkur er hæfur til þessa verka. Þá veit maður ekki hvert hlutverk þeirra er ef þeir geta það ekki samkvæmt þinni kenningu.
Eftir situr að fá erlenda aðila og stýra þessu ef þetta á einhvern tímann að vera eins og hjá venjulegum þjóðum. Það verður að horfast í augu við þá staðreynd að sá mannskapur sem býður sig fram til þessara verka bæði fyrr og nú á Íslandi er ekki að boðlegur eða nothæfur. En því miður er ekki úr mörgu að velja. Helsjúk þjóð elur af sér helsjúka einstaklinga og á meðan meinið lifir góðu lífi heldur hrörnunin áfram.
b.kv. Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:10
Er ekki rétt að vera bara í "núinu" Arnar? Er ekki betra að taka bara málefnalega afstöðu í hverju máli fyrir sig? Eða hvað ætlarðu annars að koma lengi enn með svona athugasemdir?
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 14:30
já auðvitað í núinu og gleymum því sem liðið er en reynum ekki að læra. Lærdómurinn myndi ekki henta nú fyrir þína menn þá hverfa þeir alveg. Hef tileinkað mér málefnalega umræðu þegar það á við og hver maður sér að þessi þráhyggja þín telst ekki til málefna sem krefjast málefnalegrar umræðu.
b.kv.Arnar
Arnar (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 19:21
Þannig að 2+2 eru ekki lengur 4?
-
Þú tekur enga afstöðu til málefni pistilsins... eða jú, þú ert væntanlega að taka afstöðu með Framsóknarflokknum og einhverjum tætingi úr "búsáhaldabyltingunni".
-'
Er gamli "vaðallinn" fastur í fortíðinni? Engin framtíð?
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.