Óskar Hrafn Þorvaldsson og Jón Kaldal eru smámenni sem hafa atvinnu af fjölmiðlum. Þeir reyna að gera persónulega hagi fólks að söluvöru í miðli sínum.
Mér hefur fundist Marinó G. vera heill í gegn í því sem hann hefur verið að gera. Nú hefur þessum smámennum tekist að bola honum í burtu með ömurlegri framkomu sinni.
Ég mun skoða vandlega hverjir standa á bak við þau fréttablöð sem ég kaupi í framtíðinni og ég mun sneiða algerlega frá þeim ef nöfn þessara snápa er að finna í miðlinum.
Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 18.11.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Heyr heyr!
Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 17:21
þessir blaðasnápar eru sendiboðar þeirra seku útrásakólfa og ríkisstjórnar.
Og megi þeir drukkna í eigin for.
Jón Sveinsson, 18.11.2010 kl. 17:45
Mikið er gaman að vera sammála þér um eitthvað, Gunnar! :-)
Lára Hanna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 18:11
Við sjáum víst ekki þetta blað hér fyrir norðan..nema kannski á netinu þegar það kemur inn. Voru þeir að skrökva einhverju eða segja frá staðreyndum ?
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2010 kl. 18:42
Þarna erum við sammála!
Ævar Rafn Kjartansson, 18.11.2010 kl. 18:51
Er þetta ekki full mikið í lagt:
Þetta blað er ókeypis nema að það hafi átt að standa þarna fréttablöð sem ég kaupi í, í framtiðnni.
En bendi á að ekkert hefur heyrst í fólki þegar ráðist er að heimilum t.d. stjórnmálamanna og enginn hugsað um fjölskyldur þeirra. Svona fréttir hafa verið í DV og á netinu um hundruð eða þúsundir Íslendinga. Þar sem vaðið er inn i einkalíf þeirra. Það eru aftur viðbrögð Marinós sem eru örðuvísi en annarra. Þ.e. að hann dregur sig úr stjórn HH strax.
En Ísland í dag er svona við viljum heyra kjaftaganginn um nágungana og það sem mest krassandi sögur. Marinó gat reiknað með þessu eins og aðrir. Við getum rifjað upp hvernig hefur verið látið við heimili Steinunar Valdísar og það magnað upp af fjölmiðlum, Þorgerði Katrínu, Bubba, alla sem komu nálægt bönkum, og fleiri og fleiri. Það hefur verið talið auka atrið hvort þetta lendir á saklausum börnum og fjölskyldu viðkomandi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2010 kl. 19:05
Ég hef reyndar alltaf fordæmt það þegar fólk er að gera ónæði við heimili fólks með mótmælum, sama hver á í hlut.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 19:52
Trúverðugleiki HH stendur og fellur með því að þau hafið ekkert að fela og að stjórn HH opni fjárhags og skuldastöðu , annars gæti þetta verið eiginhagsmunapot en ekki það sem er gott fyrir alla þjóðina. Ég hef nefnilega takmarkaðan áhuga að borga fyrir skuldasukk annarra sem fóru á eyðsluflipp og keyptu allan fjandann meðan fólk eins og ég hélt að sér höndum og sparaði og bjó í fábrotnum litlum híbýlum og tók strætó.
ari (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:47
Ég er að athuga og ætla að áskilja mér allan rétt á því að ruslblaðið fréttatíminn kemur inn um lúguna hjá mér mun ég endursenda þeim það á þeirra kostnað.
Ég er að láta athuga það og við eigum öll sem látum þessi mál okkur varða senda ritsjórnanum mail þar sem við mótmælum þessari ógeðsfeldu fréttamennsku.´ Mailinn hjá Jóni er jk@frettatiminn.is sterkasti leikurinn er að svæla dýrið út með þeirra eigin meðulum
Sigurður Héðinn Harðarson (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 23:18
Það hefur komið fram að þær tillögur sem Marinó talar fyrir, eru ekki að gagnast honum sérlega mikið. Aðrar tillögur sem fram hafa komið, gera það hins vegar.
-
Og þó hann væri að þessu eingöngu fyrir sjálfan sig, þá skiptir það almenning í sjálfu sér engu máli, því hann nyti góðs af því hvort eð er.
-
Og athugasemd Ara er út í hött. Hverjum kemur það við hvað stjórnarmenn í HH skulda?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 23:20
Það væri ágætt ef k@frettatiminn.is fær eins og 50 þúsund pósta með spurningunni: Hvað skuldar þú mikið?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 23:45
Marino hefur verið ötull, réttsýnn, sanngjarn og rökfastur talsmaður HH. Ég á engra hagsmuna að gæta. Er ekki í HH en hef fylgst af aðdáun með framgöngu Marinós. Hann er heiðarlegur og yfirvegaður í sínum málflutningi. Ég veit að eiginkona hans er MS-sjúklingur og skil hans viðbrögð til að vernda fjölskylduna í þeirri stöðu sem upp er komin.
Jens Guð, 18.11.2010 kl. 23:48
Ég hef sett skilti á útidyrahurðina hjá þér þar sem á stendur:
Við viljum ekki Fréttatímann né Fréttablaðið inn fyrir dyr á þessu heimili!!! Hafið skömm fyrir útreið ykkar á Marínó Njálssyni!!!Anna Margrét Bjarnadóttir, 19.11.2010 kl. 00:02
Enginn svarar mér dreifbýlismanninum ? Var verið að segja satt og rétt frá eða var verið að skrökva einhverju í þessari umfjöllun sem hér er skrifað um ??
Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2010 kl. 07:14
Jón Ingi, það skondna er að engin umfjöllun hefur verið í Fréttatímanum um skuldamál Marinós. Eina fréttin um hann í blaðinu í dag var að hann hefði sagt sig úr stjórninni til þess að mótmæla hugsanlegum fréttum af skuldsetningu sinni.
Fréttin, sem allir eru að hneykslast á var sem sagt aldrei birt.
Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2010 kl. 09:37
Mér finnst það ekki skipta neinu máli hvort sagt er rétt eða rangt frá skuldum Marinós. Skuldir hans koma almenningi bara ekkert við, frekar en mínar skuldir. ER hann kannski "kúlulánaþegi"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.