Forræðishyggja er eitur í mínum beinum, en þetta getur ekki flokkast undir forræðishyggju. McDonalds og aðrir skyndibitastaðir selja almenningi tilbúnar máltíðir. Almenningur getur gert, og á að gera þá kröfu til þessara aðila um að þeir séu ekki að selja sannanlega óholla vöru.
Spyrjum "sérfræðingana" um það að hvað er heppilegt magna efna í matvöru... og svo skoðum við það út frá því.
Ég held að transfitusýrufrumvarp Jóns Bjarnasonar sé hið besta mál. Við eigum ekki að láta selja okkur eiturblandaðar matvörur. Það er ekkert skárra en maðkaða mjölið hér í den.
Hertar reglur um innihald barnamáltíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | 10.11.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Þetta er víst forræðishyggja - hvað ertu að bulla?
Það þurfti líka enga löggjöf til að hætta transfitusýruneyslu hérna - hversu lengi heldurðu að skyndibitastaðir hefðu verið að því að skipta þegar það var orðin almenn vitneskja að þetta væri fáránlega óhollt? Viku?
Meira endemisruglið í ykkur og svo vogið þið ykkur að segja endalaust 'Ég er á móti forræðishyggju" og bætið síðan við "...en....", núllandi algjörlega setninguna á undan.
"Almenningur getur gert, og á að gera þá kröfu til þessara aðila um að þeir séu ekki að selja sannanlega óholla vöru."
Já, hann getur gert það með því að sniðganga vöruna algjörlega - eitthvað sem að lætur stærstu viðskiptarisa heims skjálfa í beinunum - það þarf engar rugl löggjafir.
Helgi (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 17:10
En hvers vegna ekki tryggja að ekki sé verið að selja þetta ofan í neytendur. Eigum við að þurfa að vera stöðugt á varðbergi gagnvart því að verið sé að eitra fyrir okkur?
-
Þegar eitthvað snýst klárlega um almannahagsmuni, þá segi ég já við svona "forræðishyggju", á svipuðum forsendum og ég er samþykkur skyldunotkun á bílbeltum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2010 kl. 21:54
Ég tek undir með Gunnari
Garðar Valur Hallfreðsson, 10.11.2010 kl. 22:02
Ef þú borðar fitumiklar vörur í hófi þá verður allt í lagi með þig, þó það séu transfitur í þeim. Það hljóta allir að átta sig á því að örbylgjupopp er mjög óholt, sá sem er kærulaus með neyslu á því verður bara að taka afleiðingunum. Ég vil ekki að uppskriftinni að uppáhaldspoppinu mínu verði breytt vegna þess að einhver göltur hefur enga sjálfsstjórn, rétt eins og ég vil ekki að t.d. sterkt áfengi verði bannað með þau rök að sumir séu alkar.
Fólk verður að fara að taka ábyrgð á eigin neyslu og heilsu. Að ætlast til þess að yfirvöld banni það óhollasta hvetur bara til kæruleysis, að fólk spái ekkert í heilsunni sinni.
Eitt skref bíður upp á það næsta. Fyrst er bara bannað ákveðna tegund af fitu, svo einn daginn verður búið að banna allt sem hefur meira en 5% fitu eða eitthvað álíka fáránlegt. Hvenær verður kominn matseðill ríkisins? Ef núverandi forræðishyggjuvæðing heldur áfram á sama hraða þá mun mín kynslóð því miður verða vitni að því (þegar ég var krakki hefði enginn trúað því að einn daginn yrði bannað fólki að reykja inni á skemmtistöðum)
Kíkið á kvikmyndina Demolition Man við tækifæri.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:12
Geir ég skil þína afstöðu vel, en framleiðendur eru engan veginn að gefa nógu góðar upplýsingar um innihald varanna. T.d. er transfitusýruinnihald mjög lítið merkt hér á landi. Í staðinn fyrir boð og bönn væri kannski frekar hægt að herða reglur um upplýsingagjöf.
En síðan eru auðvitað þessir "geltir" sem spá ekkert í þessu og úða þessu í sig og verða heilsulausir.. Það er svo birgði sem lendir aftur á okkur skattgreiðendum. Hann er því ekki bara að skaða sjálfan sig heldur okkur hin líka. Því tel ég réttmætt að takmarka innihald transfitusýra. Staðreyndin er sú að við erum að verða feitari og feitari og FEITARI en á sama tíma erum við samt að verða upplýstari í þessum málum. Það er greinilegt að vitundarvakningin er ekki nóg til að stöðva þróunina. Ekki tími ég að greiða undir boruna á fólki sem er búið að éta á sig heilsufarsvandamálin.
Andrea (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:36
Andrea staðreyndin er bara sú að enginn lifir 100% heilbrigðu lífi. Við erum öll að gera eitthvað sem eykur líkurnar á því að við verðum fyrir heilsutjóni. Ef þessi rök þín eiga að gilda þá er hægt að ganga miklu lengra með þetta og banna hluti (ekki bara vörur heldur lika hegðunarmynstur) hægri vinstri. Áður en maður veit verður kominn matseðill ríkisins og maður fær ekki að borða neitt annað en fisk og grænmeti. Gölturinn er líka að borga undir aðra sem gera eitthvað annað óæskilegt, þetta fer í báðar áttir.
Ég er t.d. á því að helsta vandamál Íslendinga sé að við erum að borða of mikið af kolvetnum almennt (ekki bara sykur), þetta er miklu meira vandamál en neyslan á fitu. Hvenær verður t.d. bannað brauð? Nei takk ég vil ekki sjá þessa þróun, frekar mun ég deyja nokkrum árum fyrr en að samþykkja það að persónufrelsi (neyslufrelsi er hluti af persónufrelsinu) verði nánast ekkert í landinu mínu.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 23:54
Þetta er og verður sennilega alltaf trúarbragðastríð um rétt og rangt í þessum efnum. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því að sumt fólk getur verið hófsamt í áti en aðrir ekki.
Það eru nú þegar alls kyns reglugerðir til um hvað megi vera og hvað megi ekki vera í matvörum, af hverju má ekki takmarka transfitusýrur ef samfélagið veit að hún sé óholl og mannslíkaminn hafi ekkert við þetta efni að gera?
(persónulega finn mér "matseðill ríkisins" frekar langsótt rök)
Garðar Valur Hallfreðsson, 11.11.2010 kl. 08:01
Ég skil afstöðu þína vel, Geir og raunar í grundvallaratriðum sammála þér. Ég tek samt fullkomlega undir rök Andreu og Garðars.
-
Það er varla erfitt fyrir upplýst fólk að sætta sig við það að transfitusýrur séu á bannlista yfir efni í matvælum. "Uppáhalds poppkornið tekið frá mér".... böhö
-
Ekki koma óorði á frelsið!
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 09:33
Stundum hafa rannsóknir leitt í ljós að tiltekin efni sem notuð hafa verið í matvæli, eru krabbameinsvaldandi. Þá koma menn sér yfirleitt saman um að banna þessi efni.
-
Varla ertu á móti því, Geir
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 09:43
Þetta er forræðishyggja. Kanski ætu bandaríkjamenn ekki svona mikið af skyndibitamat ef hann væri ekki svona ódýr? Það má gera með því að hækka skatta, sem er forræðishyggja eða einfaldlega hætta að styrkja maisræktunina, sem er rétta lausnin.
Hvernig geta menn haldið að ef ríkið skapar vandamálið með því að styrkja maisræktun(og nú er maissýróp notað sem sætuefni í nánast allar unnar máltíðir) að hægt sé að laga það með meiri ríkisafskiptum?
Arngrímur Stefánsson, 11.11.2010 kl. 12:38
En hvers vegna er skyndibitamaturinn svona ódýr í Bandaríkjunum?
Það skyldi þó ekki vera vegna þess að hráefnisframleiðendurnir komast upp með að nota efni sem eru þeim í hag en neytendum í óhag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 15:24
Það er svo margt rangt við það sem Geir er að segja, og líka svo mikill almennur misskilningur í þessari umræðu.
Það er alltaf í gangi neyslustýring: Ef hún kemur frá hinu opinbera, þá heitir hún forræðishyggja, en ef hún kemur frá fyrirtækjum þá heitir hún auglýsingar eða markaðssetning.
Og svo er alls óljóst hvort það sé til eitthvað sem heitir sjálfstjórn. Það hafa verið miklar sálfræðilegar vangaveltur um þetta í meira en 100 ár. En það er ekki svo auðvelt fyrir einstakling að hafa sjálfsstjórn. Ég meina ef það er eins einfalt og Geir vill meina, afhverju eru þá til sjúkdómar eins og alkaholismi og spilafíkn? Kenningar um sjálfsstjórn gera ekki ráð fyrir þessum sjúkdómum. Og jafnvel ef það er til sjálfstjórn þá gera yfirvöld (ríki og fyrirtæki) í því að útrýma sjálfstjórn einstaklingsins einmitt með neyslustýringu (forræðishyggju og auglýsingum).
Þannig að ef þið viljið gagna alla leið og frelsa einstaklinginn frá vondu forræðishyggjuköllunum, hví þá ekki að ganga alla leið og frelsa einstaklinginn undan ALLRI neyslustýringu?
Rúnar Berg (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 12:23
Hafandi lesið kommentið mitt yfir þá sé ég líka þversögn í málflutningi Geirs og annarra sem vilja meina að umræddar reglur sé forræðishyggja.
Því þvert á móti eru þessar reglur spornun gegn neyslustýringu. Þær eru að banna eina gerð af markaðssetningu við tilteknar aðstæður. Þær eru að banna fyrirtækjum að hvetja til neyslu á ákveðnum vöruflokkum með nema vöruflokkurinn uppfylli ákveðin skilyrði. Þær eru að banna fyrirtækjum að stýra því hvað börnin borða. Semsagt, þetta eru lög gegn neyslustýrningu.
Þau ykkar sem eru unnt um einstaklingsfrelsi (lesist neyslufrelsi) ættuð því að fagna þessum lögum þar sem þau auka frelsi einstaklingsins til að velja eina vöru frekar en aðra á hlutlægum grundvelli.
Rúnar Berg (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 12:33
Það er algjör brandari að lesa þetta. Ég held að ég skipti um skoðun fimm sinnum við lesturinn og veit núna ekkert hvað mér finnst vera rétta aðferðin... Allir hafa hellings til síns máls. Það sem mér finnst ömurlegast við barnamáltíðir McDonalds er að þær eru settar upp fyrir börn en eru síðan afskaplega óhollar fyrir börn. Hve margir láta blekkjast og kaupa barnamáltíðir sem eru hræðilega óhollar fyrir börn vegna þess að þær eru settar svona upp? Spurning hvort þetta er forræðishyggja eða einfaldlega vörn gegn blekkingum?
Mofi, 14.11.2010 kl. 13:05
Góður punktur, Mofi
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.