Landsdómshneikslið

Hvar er "Helvítis fokking fokk" spjaldið núna? Var það kannski uppselt?

Það er svo sem af nógu að taka fyrir slagorðasmiði þegar mótmæla þarf ráðleysi ríkisstjórnarinnar. Icesave klúðrið er æ betur að koma í ljós. Ég lími héðan inn stuttan pistil (innan gæsalappa)Joyful, sem ég rakst á áðan:

"Bjarni Benediktsson hefur borið fram einfalda spurningu til vinstri stjórnarinnar: Ef þið segið nú, að þið getið náð 75 milljarða króna betri Icesave-samningi en þið gerðuð áður, hvað gerðið þið þá rangt, þegar þið náðuð 75 milljarða króna verri Icesave-samningi á sínum tíma en þið gátuð náð?

Töpuðu Íslendingar 75 milljörðum króna á því að hafa þau Indriða Þorláksson, Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í forsvari í þessu máli? Ef draga á aðra fyrir Landsdóm vegna vítaverðrar vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, á þá ekki að draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir þennan dóm fyrir að hafa beinlínis með gáleysi eða dugleysi (eða jafnvel með ásetningi, ef það sannast) kostað þjóðina 75 milljarða króna í eftirleik bankahrunsins."

 


mbl.is Olía lak úr mótmælatunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þessi spurning Bjarna á fullan rétt á sér - fólk gleymir því að það var stjórnarandstaðan ásamt órólegu deildinni í VG sem kom í veg fyrir það að að þess lánlausa ríkisstjórn kæmi landráðasamningi Svavars Gestssonar í gegn. Samningi sem hefði sett þessa þjóð í gapastokk næstu árin - eða áratugina -

Samt halda þau jóhanna og steingrímur áfram að berja á minnihlutanum og saka hann um allar vammir og skammir.

Ráðherrastólarnir eru þeim mikilvægari en velferð þjóðarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 05:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er þyngra en tárum taki

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er verið að tala um Icesave sem Bretar buðust til að taka yfir korteri fyrir hrun? Ef þetta er sama málið þá megum við ekki gleyma því að tilboð Bretanna hljóðaði upp á 40 milljarða.

En kannski var það Svavar Gestsson sem hafnaði þessu tilboði, ég man það bara ekki. En áreiðanlega kom enginn sjálfstæðismaður nærri þessu máli og því fór sem fór. Það er þyngra en tárum taki að Sjálfstæðisflokkurinn hafði engin völd á Íslandi þegar hagkerfið hrundi.

Kannski hefði þá bönkunum verið lokað og rannsókn farið fram á starfseminni í stað þess að skipa lykilmönnum þeirra í skilanefndir og stjórnir nýju bankanna. Það hefði verið viðleitni í þá veru að skoða hverjir rændu bankana innan frá og hvernig. 

Árni Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helstu sérfræðingar og álitsgjafar á alþjóðlega vísu, keppast við að ráðleggja okkur að horfa fram á veginn. Ráðleggja okkur að vinna úr því sem við höfum, eins vel og við getum og hætta að horfa í baksýnisspegilinn.

-

Spurningar Bjarna Benediktssonar eru réttmætar, vegna þess að þær fjalla um mál sem er ólokið. Þetta eru einnig siðferðisspurningar sem vert er að fá svör við.

-

Árni fer undan í flæmingi við þessar spurningar. Ég átta mig ekki á því, hvers vegna það er svo.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband