Raunfylgi græningja

Í besta falli er raunfylgi pólitískra "græningja", 10 -15% í Evrópu og töluvert minna utan Evrópu.

Vinstrimenn stukku á "umhverfisvernd", þegar þeir sáu fram á að hagfræðilegar hugmyndir þeirra voru tóm steypa og fylgi þeirra hrapaði um víða veröld. 

steingrimur-j-sigfusson-kann-ekki-ad-segja-satt_962997Íslensku græningjarnir fengu rúmlega 20% fylgi í síðustu kosningum, en það var líka í þjóðfélagsástandi sem hentar vinstrimönnum best, þ.e. þegar atvinnuleysi og óáran herjar á samfélagið, en það virðist því miður gerast með reglulegu millibili í hinum kapitalösku þjóðfélagum, sem nánast allir, sem lifa sómasamlegu lífi í heiminum, búa við. 

Í "venjulegu" ástandi hafa vinstrimenn ekki fengið mikinn hljómgrunn meðal kjósenda, en nú reyna þeir að sýna umhyggju sína fyrir umhverfinu. Umhverfisvernd er hinn nýi sósíalismi.

Allir vita hvernig "umhyggja" sósíalista og kommúnista á alþýðunni hefur virkað á hinn almenna borgara í áranna rás ... sagan segir okkur allt um það.

 Hin eina sanna "tæra vinstri ríkisstjórn" er nú við völd á íslandi, í fyrsta sinn í sögunni. Engin kapitalísk öfl eiga upp á pallborðið nú, í íslensku samfélagi.

Er þá ekki allt í himnalagi? FootinMouth

 


mbl.is Vælir ekki undan slöku gengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband