Ég tala ekki fyrir því að menn geti keyrt um náttúru Íslands eins og þeim sýnist, en sumt öfganáttúruverndarfólk vill ekki sjá nein farartæki utan hefðbundinna vega. Þetta sama fólk talar um óþrjótandi tækifæri í náttúrunni
Þeim fækkar ört tækifærunum, eftir því sem þessu öfgafólki vex ásmegin
Þessi mynd er ekki úr Vonarskarði
Reisa kross í Vonarskarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 23.9.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
EInhvernvegin finnst mér ekki miklar öfgar í því fólgnar að vilja ekki leyfa akstur hvar sem í þjóðgörðum.
Héðinn Björnsson, 23.9.2010 kl. 11:30
Héðinn - það er ekki nokkur einasti maður að fara fram á að fá að aka hvar sem er í þjóðgarðinum né nokkurstaðar annarstaðar á Íslandi.
Það er verið að mótmæla því leiðum sem hafa verið notaðar í meira en hálfa öld sé lokað og þar með lokað á aðgengi allra annarra en hraustustu göngumanna að stórkostlegu landsvæði sem að allir hafa átt kost á að njóta til þessa.
Og það er verið að loka á fleira en akstur - það er líka verið að banna umferð ríðandi, sem að þó hefur verið leyfð án takmarkana á þessu svæði frá landnámi.
Það er því verið að skerða ferðafrelsi allra núlifandi og ófæddra íslendinga... Sem er gjörsamlega fáránlegt í alla staði.
Mögnuð mynd Gunnar.
Þetta snýst líka um miklu fleiri leiðir og svæði heldur en Vonarskarð, þó svo að það hafi verið tekið sérstaklega út í umræðunni.
Benedikt Magnússon (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 11:50
Ég verð að vera sammála þér að nokkru um þetta mál Gunnar að það verður að fara mjög varlega í að hefta ferðafrelsi fólks um landið og fyrir því verða að vera mjög afgerandi og góð rök ef loka á gömlum og býsna fjölförnum leiðum svo sem leiðinni um Vonarskarð. Hef ekki kynnt mér hvað liggur að baki ákvörðuninni en hefði haldið að þessari leið ætti, með ekki alltof kostnaðarsömum úrbótum, að vera hægt að halda opinni.
Annars tek ég eftir að þú talar alltaf um náttúruverndarfólk sem öfgafólk, er ekkert til í þínum huga sem heitir BARA náttúruverndarfólk?
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 21:29
Jú Hjalti, en öfgafólkið stelur allri athygli fjölmiðla og hefur í raun raðast í forystusveitir náttúruverndarsamtaka. Gott dæmi um þetta er NAUST (Náttúruverndarsamtök Austurlands) en samtökin hafa flæmt fólk úr þeim félagsskap vegna þess að það hefur ekki "réttar skoðanir". Það er synd og skömm að þessu fólki hafi tekist að koma óorði á hugtakið náttúruvernd.
"Venjulegt" fólk og skoðanir þess er ekki fréttaefni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 21:56
Þetta er nú meiri endemis þvættingurinn enn og aftur hjá Gunnari ! Bíddu nú við er NAUST öfgasamtök ? Ég var nú vitni af því þegar virkjunarsinnar í Afli fyrir Austurland, fjölmenntu á aðalfund Naust árið 2000 og lögðu félagið undir sig og breyttu lögum þess! Einnig heimtuðu þessi sömu "öfgalausu" samtök að þeir fréttamenn sem ekki voru "hliðhollir þeirra málstað yrðu reknir ! Þetta eru auðvitað ekki öfgar Gunnar ! Og hvaða fólk hefur flæmst úr NAUST ? Það þýðir ekki að slengja svona fullyrðingum fram án rökstuðnings, Gunnar. Og hvað er "öfgalaus" náttúruvernd í þínum huga ?
HStef (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 23:09
Ég veit allt um aðalfund NAUST árið 2000. (ég var þar) Ég veit líka allt um yfirlýsingar samtakanna á þessum tíma og þá fjölmiðlaathygli sem þessi fámenna klíkusella fékk. Ég veit líka um fólk sem var flæmt úr samtökunum vegna þess að það var ekki sátt við öfgana í forystusveit þess.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 07:44
En hvað vilt þú segja um aðfarir Afls fyrir Austurland ?
HStef (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 10:14
Ég er ekki í neinum tengslum við þá í Afli og það var rangt sem NAUST hélt fram í fjölmiðlum, að Afl hefði skipulagt þennan atburð. Vissulega var formaður Afls þarna framarlega í flokki.
-
Hér er slóð á grein sem ég skrifaði um málið á sínum tíma: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=555876&searchid=3ed3b-640e-c8394
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 10:57
Það að safna liði og breyta lögum lítils félags er langt í frá lýðræðislegt. Það hlýtur meira að segja þú að sjá. Enda varð þetta ekki ykkar málstað til framdráttar. Afl safnaði saman mannskap, það veit ég, ég var að vinna þarna á fundinum og það vissu allir að hópur öfgavirkjunarsinna hefðu rottað sig saman og mættu á fundinn. Hvað segðir þú ef hundruðir t.d Vinstri Grænna gengu í Sjálfshælisflokkinn á landsfundi einungis til að breyta lögum flokksins . Ætli þú yrðir ekki ansi stóryrtur !
E
HStef (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:47
Fyrir V-græna er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, eins og fyrir kölska að koma í vígða kirkju... svo það er lítil hætta á því.
-
Vissulega orka svona vinnubrögð tvímælis eins og ég segi í greininni:
-
"Mér er fullljóst að innkoma í félagið á þennan hátt, þ.e. að tilgangurinn sé að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu á aðalfundi, orkar tvímælis, en ég vil með því vekja athygli á því að þarna fara fram pólitískir "sellufundir" í nafni frjálsra óháðra náttúruverndarsamtaka. Stríðshanskanum var fyrir löngu kastað af hálfu þessara úlfa í sauðagærum. "
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 15:44
Flott mynd. Cherokee '74?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.