"Gunnhildur Lilý segir Svíþjóðardemókrata einkum sækja fylgi sitt til borga og bæja þar sem hlutfall innflytjenda er hátt í Svíþjóð."
Og fylgið er þá væntanlega lítið í borgum og bæjum þar sem lítið er um innflytjendur.
Það gæti verið ákveðin vísbending
Þar sem kjósendur hafa eigin reynslu af innflytjendum (hér er aðallega átt við múslima), hafa þeir tilhneigingu til að kjósa Svíþjóðardemókrata. Þar sem reynslan er lítil sem engin, þar er áhuginn minni.
Ég kynntis nokkrum Englendingum og Þjóðverjum meðan á byggingu álversins hér á Reyðarfirði stóð. Þeir dásömuðu einfaldleika og hreinleika samfélagsins á Íslandi.
Einsleitnina töldu þeir mikinn kost. Þeir voru ekki að tala um einsleitan hörundslit á fólki eða einsleita matargerð, heldur einsleitt samfélag þar sem fólk hefur sömu réttindi og ber sömu skyldur og hefur ríka samfélagslega ábyrgð. Margir af þessum mönnum sögðust óska okkur Íslendingum þess að við gerðum ekki sömu mistök varðandi innflytjendur og gerð voru í heimalandi þeirra.
Hvað er til ráða?
Nýnasistar á nýjum klæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.9.2010 (breytt kl. 16:37) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
Auðvitað er þetta vísbending, en heimskir stjórnmálamenn, sem hafa skitið upp á bak með innflytjendavandamálið, hafa logið að almenning í áraraðir, en nú hefur fólk fengið nóg. Það er að segja , þeir sem ekki eru heilaþvegnir af áratuga vinstristefnu og þöggun.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 16:32
Hversu mikla reynslu hefur þú af Múslimum hér á landi? Éturðu allt sem kemur frá fjölmiðlum?
Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 16:43
Geiri - Gunnhildur Lilý er lektor í stjórnmálafræðum við háskólann í Malmö, en ekki fjlmiðill og það er í hana sem er vitnað.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 16:59
Ég hef reyndar heyrt fjölmargar reynslusögur frá fyrstu hendi, frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Englandi og Þýskalandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2010 kl. 17:17
Svo kynntist ég múslimskri fjölskyldu fyrir nokkrum árum síðan. Hún átti mjög erfitt með að aðlaga sig á Íslandi og flutti burt héðan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2010 kl. 17:19
Gunnhildur Lilý lektor segir: "Það er ekki langt síðan flokksfélagar í Svíþjóðardemókrötum mættu á flokksfundi í nasistabúningum. Þetta var árið 1995. Þannig að þetta er nýnasískur flokkur. Það er alveg á hreinu." Í sænsku Wikipediu segir, að flokkurinn hafi árið 1996 bannað fólki að mæta á fundi í fötum, sem líkist einkennisbúningi. Þar segir einnig frá fyrrum flokksleiðtoga, sem hafi á unglingsárum tengst nýnazistum. Hann heitir Anders Klarström. Forsvarsmenn flokksins segjast ekki hafa vitað um þessa fortíð hans. Anders er nú sósíaldemókrati. Ég ætla svo sem ekki að mæla með Sverigedemokraterna. En ég furða mig á, hve ólíkt lektornum og Wikipediu segist frá. Morgunblaðið átti að leita frekari heimilda. Það er auðvelt (til dæmis á vef Dansk Folkeparti, sem árum saman hefur rekið alla grunaða öfgamenn úr röðum sínum, hvað sem annars má um flokkinn segja). Sumir tala um, að pólitísk rétthugsun í Svíþjóð sé svo stæk, að hún lykti í sumum málum af fasisma, einnig hjá helztu fjölmiðlum.
Sigurður (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 17:49
Það má ekki gleyma því, að stækjan frá vinstri í pólutík er hrikaleg í Svíþjóð. Það er engin háskóli í Svíþjóð sem ekki lyktar sossa eða komma lykt. Að ég tali nú ekki um blaða og fréttamannaháskólann , sem er kallaður kommunistakólinn. Háskólinn í Malmö er engin undantekning. Því miður er Svíþjóð svona, enda komið sem komið er.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 19:31
Ég hef verið að auglýsa eftir því hvað er öfgafullt við þennan flokk og engin svör fengið enn.
Mín stutta dvöl í Malmö í sumar var ekki góð upplifun hvað þetta varðar. Að labba um sum hverfin var eins og maður getur ímyndað sér að sé að labba í hverfum í Beirút eða hverju öðru arabalandi.
Brjálaður Líbani réðist á hjón á áttræðisaldri í Landskrona og drap konuna. Hann fékk aðeins 22ja mánaða fangelsisdóm. Ekki má segja frá því í fjölmiðlum í Svíþjóð ef ódæðismaður er af erlendu bergi brotinn.
Auglýsing með ljóshærðri fjölskyldu var bönnuð í Svíþjóð af því að hún var talin fela í sér rasisma, skilaboð um að hvít ljóshærð börn væru eitthvað betri!
Skóli og bílar voru brenndir í uppþotum í Rosengård í Malmö, eftir að leigusali sagði upp samningum við múslimana á svæðinu eftir að þeir höfðu ekki staðið í skilum. Slökkviliðsmenn voru grýttir ef þeir reyndu að fara inn á svæðið.
Ekki er vitað til þess að fórnarlömb skemmdarverkanna hafi fengið bætur, en félagsmálafulltrúar fóru í kurteisisheimsókn til foreldra uppreisnarseggjanna. Enginn var samt kallaður til ábyrgðar.
Theódór Norðkvist, 20.9.2010 kl. 21:02
Innflytjendur í Svíðþjóð voru fluttir í sérhverfi fyrir þá þannig að það var aldrei séns að þeir aðlöguðust samfélaginu--þetta er fyrirkomulag sem hefur alltaf brugðist herfilega (félóblokkirnar hérlendis og í UK, The Projects í USA, etc etc). Hér á Íslandi búa innflytjendur langoftast innan um Íslendinga og aðlagast flestir mjög vel; fáir jafnvel og Múslimar, raunar. Allir innflytjendur sem ég þekki og aðhyllast Islam tala t.d. góða íslensku, eru í vinnu og hafa aldrei gert neitt af sér. Það er ekki hægt að segja það sama um margar aðrar "tegundir" innflytjenda til Íslands (nema kannski Rússa).
Það er alveg magnað að sjá hvað fólk hefur mikla fordóma gagnvart Múslimum hérna--þeir eru nú ekkert nýkomnir og það hefur aldrei verið neitt vesen á þeim. Ég þekki fáa innfædda Íslendinga sem eru jafngott fólk og þeir innfluttu Múslimar sem ég þekki (og ég þekki slatta). Mjög kurteist fólk almennt og höfðingjar heim að sækja. Eins og við þykjumst vera upplýst og líbó sýna rasisminn og fordómarnir sig strax og farið er að tala um Múslima.
Gott hjá þér, Gunnar, að vera svona ánægður með að einhverjir Þýskir og Breskir verkamenn séu hrifnir af "hreinleika" íslensku þjóðarinnar. Það sýnir nokkuð vel hvar þú stendur í þessu. Eigum við ekki bara að fara að vanda okkur við að viðhalda arísku genunum með því að banna samlæti við þessa ómerkari kynþætti?
Durtur, 20.9.2010 kl. 21:40
http://www.dn.se/sthlm/sergels-torg-fyllt-av-demonstranter-mot-sd-1.1174212 Þarna sést hvernig vinstr auðnuleysingjar mótmæla lýðræðinu í Svíþjóð.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 21:51
Sigurður, það sem ég er að benda á er að það hlýtur að vera gild ástæða fyrir því að þessi flokkur fær fylgi þar sem innflytjendur (múslimar) eru margir.
-
Theodór, athyglisvert innlegg. Ég hef heyrt frásagnir í þessa átt áður.
-
Durtur, þegar þú segir: "Eigum við ekki bara að fara að vanda okkur við að viðhalda arísku genunum með því að banna samlæti við þessa ómerkari kynþætti? " , þá sé ég að þú skilur ekki hvað ég er að segja. Ég endurtek því eftirfarandi setningu:
Einsleitnina töldu þeir mikinn kost. Þeir voru ekki að tala um einsleitan hörundslit á fólki eða einsleita matargerð, heldur einsleitt samfélag þar sem fólk hefur sömu réttindi og ber sömu skyldur og hefur ríka samfélagslega ábyrgð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2010 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.