Hér er lausleg þýðing mín úr fréttabréfi "The Internet Chess Club" sem ég er áskrifandi að:
Einn sterkasti stórmeistari síns tíma, danska goðsögnin Bent Larsen, andaðist í Buenos Aires, Argentínu, eftir stutt veikindi. Hann var 75 ára gamall.
Hinn sexfaldi danski meistari komst fjórum sinnum í áskorendaeinvígi um heimsmeistaratitilinn (1965, 1968, 1971 og 1977). Hann vann þrjú svæðamót sem voru undankeppnir fyrir áskorendaeinvígi og ótal mörg alþjóðleg stórmót. Larsen vann 5 stórmót í röð; Havana 1967, Winnipeg 1967, Palma de Mallorca 1967, Sousse 1967 og Monte Carlo 1968. Engum skákmanni í heiminum, sem ekki er ríkjandi heimsmeistari hefur auðnast slíkur árangur. Árið 1967 fékk hann "Chess Oscar", eða "Skák Óskarinn", þegar hann var veittur í fyrsta sinn.
Larsen var fyrsti vestræni skákmeistarinn sem eitthvað hafði í sovésku skákvélina að gera, eftir seinni heimsstyrjöldina. Á árunum fram að "Bobby Fischer 1972", var Larsen álitinn líklegri kandidat en Fischer sem næsti heimsmeistari í skák. Enda mótmælti Larsen því að vera settur á 2. borð og Fischer á 1. borð, þegar FIDE skipulagði skákmót þar sem sterkustu skákmenn Sovétríkjanna öttu kappi við heimsúrvalið árið 1970. Mótmæli Larsens báru árangur og Fischer var færður niður um borð fyrir Larsen. Í sjaldgæfri auðmýkt lét Fischer sér þetta lynda og gaf Larsen eftir tækifæri til að tefla við ríkjandi heimsmeistara, Boris Spassky.
Það má þó e.t.v. segja að þrátt fyrir frábæran feril Larsens sem skákmanns, með mörgum sigrum og dýrðardögum, beri 6-0 ósigur hans gegn Fischer í áskorandaeinvíginu 1971, hæst og verði minnst lengst í skáksögunni.
Larsen varð fyrir miklu sálfræðilegu höggi við þá útreið sem hann fékk í einvíginu við Fischer og margir segja að ósigurinn hafi markað upphafið á því að hann missti metnaðinn og áhugan til að reyna að verða heimsmeistari.... og reyndar heyrðist oft sagt að Larsen hafi aldrei orðið sami skákmaðurinn á ný, eftir þessi viðskipti sín við Fischer.
Larsen hefur búið í Argentínu frá því laust eftir 1960, með þarlendri eiginkonu sinni. Ein af mörgum arfleifðum Larsens til skáklistarinnar er hið frábæra safn 50 skáka sem hann gaf út í bók sinni: "Larsen´s Selected Games of Chess 1948-69". (Bókin er einnig þekkt undir nafninu "Larsen: Master of Counter-Attack") - svo sannarlega frábær bók og ómissandi í hvert bókasafn.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 947626
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Orð án ákvarðana um varnarmál
- Boðorðin tíu sem við þekkjum öll - sem aldrei voru skrásett
- Fáeinar kaldar nætur
- Hvar er gagnrýnin í fréttamennskunni??
- Trump og Epstein - nýr farsi á gömlum belg
- Háskólinn á Akureyri
- Vandamál Reykjavíkurborgar er að vinstri sinnað ofstækisfólk hefur stjórnað borginni of lengi
- HVERNIG SKILGREINA "SKESSURNAR" SKATTAHÆKKANIR???????
- Félagsleg umskipti getur skapað börnum hættu
- Neyðarkassi þjóðarinnar: Hvar er varaleiðin í fjarskiptum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Nýir slökkvibílar á fjóra innanlandsflugvelli
- Ekki gert ráð fyrir barnafjölskyldum eða fötluðum
- Vinnumálastofnun leigir tíu hús eða úrræði
- Kristrún gekk á bak orða sinna
- Skipa sérnefnd vegna dóms MDE
- Ekið var á ungling
- Er þetta eitthvert grín?
- Innkalla egg og ráða fólki eindregið frá neyslu
- Breyta framhaldsskólakerfinu: Nýtt stjórnsýslustig
- Talið að 70% muni kjósa sér bálför eftir 15 ár
Erlent
- Gekk með riffilinn í buxunum
- Ísraelar vara ESB við
- Trump pirraður: Þú ert að skaða Ástralíu
- Reyndi að slá met en var handtekinn í Rússlandi
- Páfinn fordæmir framferði Ísraela
- Þúsundir munu fá lyf sem dregur úr kynhvöt
- Við drógum börnin út í pörtum
- Breytt stefna hjá Dönum: Kaupa langdræg vopn
- Segir að eitrað hafi verið fyrir Navalní
- Hafa hæft yfir 150 skotmörk á tveimur dögum
Fólk
- Á von á fjórða barninu á sjö árum
- Andrés prins og Sara Ferguson saman við útför Katrínar
- Skilin þremur árum eftir framhjáhaldshneykslið
- Þrefaldur Íslandsfrumflutningur
- 12 barna faðir opnar sig
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
Viðskipti
- Kerecis sækir á nýja markaði
- Um 1.800 milljarðar í innlánum
- Taka lán fyrir lagningu jarðstrengs milli Akureyrar og Dalvíkur
- Einfalda flókin tækniumhverfi
- Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að gera betur
- indó lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað
- Tækifærin fyrir hendi en virkja þarf kraftinn
- Nánast stjórnlaus skuldaaukning
- Edda Hermannsdóttir nýr forstjóri Lyfja og heilsu
- Stöðugleiki á fasteignamarkaði treystir velferð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.