Fyrirsögnin er tilvitnun í innanríkisráðherra Frakklands, Brice Hortefeux.
Ég sé fyrir mér Álfheiði Ingadóttir, Atla Gíslason, Ólínu Þorvarðardóttir o.fl af vinstri vængnum á Íslandi, styðja mótmæli af þessu tagi eins og í Frakklandi... og fara hamförum, jafnvel.
Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna flestir eftir "Gervasoni" málinu seint á áttunda áratug síðustu aldar. Ég ætla ekki að rifja það nákvæmlega upp hér en minni á að sú ágæta þingkona Alþýðubandalagsins á þeim tíma, Guðrún Helgadóttir, stóð fyrir miklu fjölmiðlafári til varnar frönskum manni sem vísa átti úr landi. Manni sem átti vægast sagt grugguga fortíð og var meira að segja bendlaður við hryðjuverkastarfsemi.
Guðrún fékk stóra hjörð vinstri róttæklinga til að mótmæla og taka dómsmálaráðuneytið nánast í gíslingu.
Sagan hefur stundum tilhneigingu til að endurtaka sig.
Engin breyting á stefnu gagnvart sígaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | 6.9.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Jólaútsynningur
- Jólasaga úr bernsku minni
- Trump vekur upp andvana hugmynd um kaup á Grænlandi
- 3235 - Ný ríkisstjórn
- Vill þjóð í friðargöngu ganga í herveldi?
- Á miðri vertíð?
- Fréttirnar eru leiðinlegar, hlustum á tónlist
- Barnalæknir eða sölumaður lyfjafyrirtækja? - Fyrri hluti
- Djúpfærsla fyrir ofurgrallara
- Skaðræði ríkisstjórnarinnar er hafið
Athugasemdir
Lágkúrulegt að reyna að koma höggi á vinstrimenn hér á skerinu vegna stefnu Frakka í málum flóttamanna.
Ekki vantar hugmyndaflugið hjá þér Gunnar!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 08:12
Tengingin er augljós... fyrir þá sem hafa heilbrigða sjón
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2010 kl. 08:38
Vinstrimenn á Íslandi... (og reyndar víðar), rjúka til og mótmæla ef vísa á hælisleitanda úr landi. Það tekur oft harða afstöðu með hælisleitandanum, án þess að gera tilraun til að kynna sér sögu viðkomandi einstaklings.
-
Hvert mál er í raun einstakt og þarf að skoða sérstaklega. Stundum bregst "kerfið" og mannlegir þættir fá ekki athygli ráðamanna. Ég býst við að eitthvað slíkt hafi verið á ferðinni í "Ramses" málinu sl. vetur. Reyndar þykir ólíklegt að hann hafi verið í lífshættu í heimalandi sínu, eins og hann hélt fram, en hér var hann búinn að stofna fjölskyldu og var tilbúinn að hefja hér nýtt líf sem ábyrgur þjóðfélagsþegn. Í hans tilfelli hefði mátt horfa í gegnum fingur sér, hvað ströngustu túlkun innflytjendalaganna varðar.
En þá kemur e.t.v. jafnræðisreglan til skjalanna?
-
Það er slæmt ef alltaf er verið að mótmæla í hvert sinn sem vísa á einhverjum úr landi. Lang oftast er um eðlilegar ákvarðanir að ræða.
-
Í Frakklandi er verið að tala um innflytjendur sem í því tilfelli eru sígaunar frá Rúmeníu. Þeir eru í landinu án þess að uppfylla skilyrði um landvist. Þeir fara ekki að lögum og því á að vísa þeim úr landi.
Þessu mótmæla vinstrimenn!
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2010 kl. 09:09
Að vinstrimenn RJÚKI til og mótmæli ef vísa á hælisleitanda úr landi án þess að kynna kynna sér málið er barnaleg fullyrðing, sem er ekki svara vert. Have a good day.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 09:30
Hægrimenn í Þýskalandi hröktu Gyðinga úr landi á skipulagðan hátt, eftir að hafa rænt þá aleigunni. Allir sem mótmæltu þessu framferði voru á jarnbrautarvagnana með þeim settir og sendir yfir landamærin til Póllands. Fáir áttu afturkvæmt. Vinstri villa hvað Gunnar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.9.2010 kl. 01:09
Það er útilokað að líkja Nasmismanum saman við hægri í dag. Það sem heillaði suma hægrimenn á þessum árum var þjóðernisrembingurinn.
-
Vinstrimenn eru hins vegar auðþekkjanlegir... þeir eru alltaf við sama heygarðshornið, þá sem nú... og alltaf.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 09:47
Nasistar gerðu tilraun til að útrýma "sígaunum" og fóru almennt frekar illa með þá.
Það að vísa Romani fólki úr landi fyrir það eitt að vera "sígaunar" er tekið beint úr leikbók Nasista.
Þetta snýst ekki um það að þeir séu ólöglegir heldur um það að það að Frakkland vilji ekki hafa neina "óæðri" kynþætti í landinu.
:.. (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 21:06
Nei, þetta snýst um að fólk fari að lögum og reglum. Það gera sígaunar ekki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.