Mannætuhákarlar

Tveir mannætuhákarlar (great white), faðir og sonur, syntu um í hafinu og komu að sökkvandi skipi.

"Fylgdu mér, sonur", sagði faðirinn, og þeir syntu að skipinu þar sem hópur skipbrotsmanna svamlaði í sjónum.

"Fyrst syndum við nokkra hringi í kringum þá, með efsta hluta bakuggans ofansjávar", sagði faðirinn... og svo gerðu þeir það. "Það var lagið!", sagði faðirinn við soninn. "Nú syndum við aftur nokkra hringi í kringum þá, en nú með allan bakuggann uppi og látum jafnvel sjást í sporðinn", og svo þeir gerðu það.

"Og nú étum við alla!"... og svo gerðu þeir það.

Þegar feðgarnir höfði lokið við máltíðina, úttroðnir og sælir, spurði sonurinn: "Pabbi, afhverju átum við ekki alla bara strax? Afhverju vorum við að synda svona í kringum þá?"

Hinn gamalreyndi faðir hans svaraði: "Vegna þess, sonur sæll, að þeir smakkast betur án skítsins sem er inn í þeim".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður  

Jóhann Elíasson, 23.8.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband