Segðu af þér, Ólafur!

Það er merkilegt að ekki skuli vera hægt að finna betri þjálfara en Ólaf Jóhannesson.

Liðsvalið er eitt og svo leikskipulagið annað. Nú velur Ólafur Árna Gaut í markið. Ég veit svo sem ekki hvernig Árni hefur verið að standa sig að undanförnu, en Árni hefur oftar en ekki sýnt mjög slaka frammistöðu með landsliðinu og ég fullyrði að enginn markvörður okkar eigi lélegri statistík en hann. Afhverju er Ingvari Þór Kale ekki gefinn sjénsinn? 

Ég sagði í pistli í gær að það væri fáránlegt að taka bestu menn úr 21. árs liðinu sem eru að fara að spila sinn stærsta leik í mörg ár, gegn Þjóðverjum, til þess að spila A-vináttulandsleik við eitt slakasta landslið Evrópu, Liechtenstein.

Og svo er það uppstillingin á liðinu; 4-5-1 sýnist mér.

Ólafur hefur ekkert í landsliðsþjálfarastöðuna að gera. Það á að reka hann og sömuleiðis Geir Þorsteinsson, formann KSÍ.


mbl.is Árni Gautur byrjar í markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,Af þér". Hvað viltu að ég segi næst?

Ólafur Jóhannesson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hmmm... "Bless og takk fyrir mig", væri ágæt byrjun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.8.2010 kl. 16:03

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe.....hann er bara fyndinn karlskömmin....

Baldur Hermannsson, 13.8.2010 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband