Í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi 1974, spiluðu Hollendingar og Þjóðverjar til úrslita. Þá var Johan Cruyff á hátindi ferils síns. Ég var 14 ára gamall á þessum tíma og ég og félagar mínir í Skuggahverfinu í Reykjavík, fylgdumst grant með keppninni. Flestir okkar héldu með Hollendingum og okkur fannst Cruyff hrikalega flottur.
Það var unun að horfa á Cruyff splundra vörn andstæðinganna með hraða sínum og tækni. Hraðabreytingarnar í leik hollenska liðsins voru magnaðar. Þeir kannski löbbuðu nánast með boltan án þess að andstæðingurinn næði til hans og svo skyndileg var þotið af stað. Allir höfðu hlutverki að gegna í þessari sinfóníu og kóngurinn Cruyff stjórnaði.
Það er dálítið merkilegt hversu fáar þjóðir hafa spilað þessa 18 úrslitaleiki á HM, eða aðeins ellefu. Enn færri hafa svo orðið meistarar, eða sjö þjóðir. Hér að neðan er listi yfir þær þjóðir sem spilað hafa úrslitaleikinn. Í sviganum er fyrri talan leiknir úrslitaleikir og sú seinni er fjöldi heimsmeistaratitla.
- Brasilía - (7-5)
- Þýskaland - (7-3)
- Ítalía - (6-4)
- Argentína - (4-2)
- Úrugvæ - (2-2)
- Frakkland - (2-1)
- Holland - (2-0)
- Ungverjaland - (2-0)
- Tékkóslóvakía - (2-0)
- England - (1-1)
- Svíþjóð - (1-0)
Það vekur athygli að Spánverjar, stórþjóð í knattspyrnuheiminum með félagslið eins og Real Madrid og Barcelona, skuli aldrei hafa leikið úrslitaleik á HM. Kannski verður breyting þar á innan skamms.
Cruyff segir brasilíska liðið leiðinlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kreppa í fatageiranum í Bangladess: Hálf milljón starfa töpuð á einu ári
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.