Átrúnaðargoðið mitt

CruyffÍ heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi 1974, spiluðu Hollendingar og Þjóðverjar til úrslita. Þá var Johan Cruyff á hátindi ferils síns. Ég var 14 ára gamall á þessum tíma og ég og félagar mínir í Skuggahverfinu í Reykjavík, fylgdumst grant með keppninni. Flestir okkar héldu með Hollendingum og okkur fannst Cruyff hrikalega flottur. 

Það var unun að horfa á Cruyff splundra vörn andstæðinganna með hraða sínum og tækni. Hraðabreytingarnar í leik hollenska liðsins voru magnaðar. Þeir kannski löbbuðu nánast með boltan án þess að andstæðingurinn næði til hans og svo skyndileg var þotið af stað. Allir höfðu hlutverki að gegna í þessari sinfóníu og kóngurinn Cruyff stjórnaði.

Það er dálítið merkilegt hversu fáar þjóðir hafa spilað þessa 18 úrslitaleiki á HM, eða aðeins ellefu. Enn færri hafa svo orðið meistarar, eða sjö þjóðir. Hér að neðan er listi yfir þær þjóðir sem spilað hafa úrslitaleikinn. Í sviganum er fyrri talan leiknir úrslitaleikir og sú seinni er fjöldi heimsmeistaratitla.

  1. Brasilía  -  (7-5)
  2. Þýskaland  -  (7-3)
  3. Ítalía  -  (6-4)
  4. Argentína  -  (4-2)
  5. Úrugvæ  -  (2-2)
  6. Frakkland  -  (2-1)
  7. Holland  - (2-0)
  8. Ungverjaland  -  (2-0)
  9. Tékkóslóvakía  -  (2-0)
  10. England  -  (1-1)
  11. Svíþjóð  -  (1-0)

Það vekur athygli að Spánverjar, stórþjóð í knattspyrnuheiminum með félagslið eins og Real Madrid og Barcelona, skuli aldrei hafa leikið úrslitaleik á HM. Kannski verður breyting þar á innan skamms.


mbl.is Cruyff segir brasilíska liðið leiðinlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband