"Stríðið okkar" er frumsamið verk eftir Ármann Guðmundsson. Ármann hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Reyðarfjarðar en hann frumsamdi leikverkið Álagabærinn , sem sýnt var við töluverðar vinsældir, árið 2004.
Þrjár sýningar verða á "Stríðinu okkar" nú um mánaðarmótin, í tilefni af 70 ára innrásarafmælinu. Kirkjukór Reyðarfjarðar spilar stóra rullu í verkinu en kórinn syngur átta þekkt lög frá hernámstímabilinu og má þar nefna lög eins og "We´ll meet again", "White cliffs of Dover", Lady fish and chips" og "A nightingale sang in Berkeley square". Heil hljómsveit undir stjórn Gillian Hayword, kórstjórans okkar, er kórnum til fulltyngis.
Verkið er byggt upp á stuttum leikþáttum með sönglögum inn á milli. Húmorinn er sjaldan langt undan í leikverkum Ármanns Guðmundssonar og "Stríðið okkar" er engin undantekning. Leikfélagið var svo heppið að fá tvo Englendinga sem búsettir eru á Reyðarfirði, til að taka að sér hlutverk hermanna í sýningunni.
Þar sem margir hafa skipulagt sumarfrí sín með löngum fyrirvara getur verið erfitt að manna sýningu sem þessa á þessum árstíma, en hátt í 50 manns koma að sýningunni á margvíslegan hátt, m.a. við búningasauma og fleira. Það hefur því verið í umræðunni hjá Leikfélaginu að sýna verkið á ný næsta vetur.... ef vel tekst til núna á fimmtudaginn og um helgina.
Hernámshátíð á Reyðarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 28.6.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.