Maðurinn sem nokkuð margir elska að hata, Davíð Oddsson, hefur sennilega verið þræddur í gegnum fleiri og smærri nálaraugu rannsakenda en nokkur annar Íslendingur í sögu þjóðarinnar. Niðurstaðan úr þeim rannsóknum er mörgum "hatara" Davíðs, vonbrigði.
Ávirðingar þær er Davíð fær í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, eru studdar hæpnum laga og siðferðisrökum, enda hefur Davíð ekki verið kærður og þaðan af síður dæmdur að lögum. Engin efni standa til lögsóknar á hendur Davíð og auðvelt yrði fyrir hann að hrynda slíkri málssókn.
Af ÞESSU bloggi nappaði ég þessari sögu hér að neðan, af hnyttni Davíðs í tilsvörum. Hann er fljótur að greina aðalatriði frá smáatriðum. Íslenska þjóðin þarf á manni eins og Davíð að halda, nú sem aldrei fyrr.
"Margrét Danadrottning kom í opinbera heimsókn til Íslands í maí 1998. Við það tækifæri færði Ólafur Ragnar Grímsson henni að gjöf ljósmynd af Grími rakara Kristgeirssyni, föður sínum. Þótti mörgum það einkennilegt. Skömmu síðar var Davíð ræðumaður á fundi sjálfstæðismanna á Selfossi. Eftir framsögu Davíðs spratt upp einn fundarmanna og spurði, hvað hann segði um það sem forsætisráðherra, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum. Davíð svaraði: Ég geri enga athugasemd við það. Nokkrar aðrar spurningar voru bornar upp, en þá kvaddi fyrsti fyrirspyrjandinn sér hljóðs aftur og spurði: Skil ég forsætisráðherra virkilega rétt, að hann geri enga athugasemd við það, að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skuli hafa gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara, föður sínum, í opinberri heimsókn hennar? Davíð svaraði að bragði: Já, það er alveg rétt skilið, enda veit ég ekki til þess, að Margrét drottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara.
Handtökuskipun alltof harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.5.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Sammála þér við þurfum á Davíð að halda nú sem aldrei fyrr - því enginn kemst með tærnar þar sem Davíð Oddsson hefur hælana........!
Benedikta E, 18.5.2010 kl. 18:16
Þú ætlar semsé að kjósa Besta Flokkinn í sveitastjórnarkosningum?
Gunni brandarakall! Það má þó altént hlæja að þér.
Rúnar Þór Þórarinsson, 18.5.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.