Eins og flestir vita er um nokkra bogg-flokka að ræða hér á Moggablogginu. Einn þeirra kallast "viðskipti og fjármál". Annar kallast "sakamál" og nú setur maður flestar bloggfærslur um bankahrunið í þann flokk.
Enn annar flokkurinn kallast "Stjórnmál og samfélag". Sennilega fer maður að nota sakamálflokkin undir stjórnmálabloggið líka.
Hvernig liti það út ef bandarískir stjórnmálamenn yrðu uppvísir að því að vera í fjárhagslegum tengslum við Mafíuna þar í landi? Tengslum sem næmi tugum, hundruðum og jafnvel miljörðum króna?
Flokksmenn mínir, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín og sennilega fleiri... og einnig fólk í öðrum flokkum, eiga ekki að koma nálægt pólitísku starfi fyrir almenning. Þau eiga bara að einbeita sér að fjármálabraski.
Glitnir: Skýstróks-áætlunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 84
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump rústaði Carbfix verkefninu á fyrsta degi í embætti
- Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
- Jafnvel ESB veit það
- Sólhvarfastjórnin lömuð ?
- Hætt'essu væli
- Allri úrkynjun rutt úr vegi í USA
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
Athugasemdir
Sæll félagi,
Heyrðu þú segir mér fréttir! Ég hef bara aldrei tekið eftir flokka "drop-down" áður! Skiptir svo sem ekki máli;)
Ég hef haldið því fram frá upphafi að hrunið eigi að falla undir sakamál en ekki pólitísk mál, og finnst allt of mikið hafa verið gert af því að gera þetta pólitískt, þó auðvitað spili pólitík inn í þetta mál. En hrunið var ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður að mínu mati. Bankarnir voru notaðir árum saman sem einkasparibaukar eigendanna og þeir voru keyrðir í þrot af eigendum í því sem ég kalla pýramídaspil íslensku bankanna. Ég bara get ekki séð að þetta hafi verið eitthvað annað. Og þetta hefði haldið áfram ef Bear Stearns, Northern Rock og Lehman Brothers hefðu ekki hrunið eða verið teknir yfir af JP Morgan Stanley og Breska ríkinu. Íslensku bankarnir hefðu hugsanlega getað keyrt í eitt til tvö ár í viðbót og þá sett Ísland endanlega á hausinn með manni og mús.
Persónulega þá er ég nú svo mikill samsæriskenningamaður að ég held að þetta hafi verið planið frá því að bankarnir voru einkavæddir. Þetta var kannski ekki fullmótað plan og jafnvel ekki það sem menn byrjuðu með, en þetta varð niðurstaðan og svona viðskiptahættir eru ekkert annað en þjófnaður. Ef rýnt er í rannsóknarskýrsluna og niðurstöður hennar þá féll eignasafn bankanna úr eitthvað um 12 þúsund milljörðum niður í um 4 þúsund milljarða á einum mánuði eftir hrun. Það sýnir hversu eignir þeirra voru ofmetnar og út á þessar of metnu eignir var lánað og oft lánað út á nákvæmlega engar eignir og engin veð eða tryggingar sett - það átti við um tugi eða hundruð milljarða sem voru lánaðar Pétri og Páli til þess að kaupa hluti í bönkunum þegar þeir þurftu að búa til meiri eignir til að geta fengið lán út á þær til að lána eigendunum.
Algjört rugl!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 20:50
Takk fyrir þetta Arnór. Ég er sammála þér, nema ég vil ekki trúa að þetta ferli hafi verið planað frá upphafi. En glæpirnir hófust samt í miðju "góðærinu" og það þykir mér óhugnanleg staðreynd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 23:59
Sæll Gunnar,
Eftir að hafa pælt í gegnum fjórðunginn af Glitnis stefnunni í NY og eftir að hafa pælt drjúgt í gegnum niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis og í skýrslunni sjálfri, þá held ég að það sé lítil spurning um ætlun eigenda Glitnis. Það átti að hreinsa bankann og bara búa til meira þegar hann tæmdist. Hvað Kaupþing og Landsbankann varðar, þá á það eftir að koma í ljós, en svona Ponzi dæmi verða ekki til fyrir slys. Þau eru þaulskipulögð og enda alltaf á sama veg. Einkavæðing bankanna á sínum tíma var gersamlega vonlaust dæmi þar sem fáum útvöldum einstaklingur voru "seldir" bankarnir en þeir borguðu aldrei krónu því þeir fóru bara í hinn bankann, fengu lán sem þeir svo steingleymdu að borga. Ég sé okkur í anda labba inn í banka og fá svoleiðis fyrirgreiðslu!<bg>
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 13.5.2010 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.