Það að glæpsamlegt athæfi þessara manna hafi byrjað árið 2005... kannski fyrr, hver veit, bendir til þess að mennirnir séu í grunninn óheiðarlegir. Árið 2005 var allt í blóma og engin teikn á lofti um að bankarnir væru að sigla í vandræði. Eftir því sem mér skilst var það ekki fyrr en 2006 sem síga fór á ógæfuhliðina, þó engan hér á landi grunaði það, a.m.k. ekki stjórnmálamönnunum okkar, nema Davíð Oddsyni, hann varaði við þessu.
En auðvitað vissu stjórnendur og eigendur bankanna hvað klukkan sló árið 2006.... kannski fyrr. Ég hef ákveðinn skilning á því að bankamennirnir hafi farið á taugum nokkrum mánuðum fyrir hrun og tekið óskynsamlegar og jafnvel glæpsamlegar ákvarðanir þegar hyldýpið blasti við. Ekki að það hafi verið réttlætanlegt á nokkurn hátt, en menn undir miklu álagi hugsa stundum óskýrt og missa glóruna.
En skjalafals og markaðsmisnotkun í velgengni sýnir að þessir menn eiga sér engar málsbætur og í væntanlegum dómsmálum yfir þeim, eiga þeir því að fá sínar refsingar í samræmi við það.
Framburður stangaðist verulega á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 945747
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þú bíður (allavegana) eftir mér
- Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi
- Ríkið hatar okkur
- Skellibjalla bullar
- Bændur munu spreyja Starmer með haugsugum í nánustu framtíð
- Snörp lægð
- Hvað gerir Trump núna?
- Vaxtavitleysa
- Fjörugt samkvæmislíf, ruggustóll í bið og kosningaráð
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGTÚLKUÐ????
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Heldur sig við listina
- Vonsvikin yfir verkalýðshreyfingunni
- Munu skattleggja hárgreiðslufólk, smiði og pípara
- Fjúkandi trampólín, svalir og þakplötur
- Mengun mælist í vatni á Hallormsstað
- Staðfesta dóm fyrir skrif upp úr minningargrein
- Segja sumt starfsfólk þurfa að nýta sér matarhjálp
- Aftur samþykkja læknar verkfall
Erlent
- Úkraína geti tapað stríðinu með skyndilausnum
- Trump og Pútín vilja tala saman
- Barnungur Rússi í fimm ára fangelsi
- Biden heitir friðsamlegum valdaskiptum
- Staðan: Trump 295 Harris 226
- Selenskí: N-Kórea heyir stríð í Evrópu
- Tveir nemendur stungnir með hnífi og skólanum lokað
- Fundu lík reynds fjallgöngumanns
Athugasemdir
Ef að Davíð vissi af þessu og varaði við þessu þá verður sérstakur saksóknari að handtaka Davíð og kæra hann fyrirað vera meðsekur í þessari flækju og fyrir landráð því hann dældi 575 miljónum evra í bankann rétt áður en hann féll þannig að ef hann hefur vitað af þessu þá er hann í mikilli klípu og hefur svikið þjóðina.
Hrói Höttur (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 23:48
Davíð vissi ekki nákvæmlega hvernig staðan var, en hann sá teiknin á lofti og hann hélt ræðu á Alþingi þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af þróun mála. Hann sagði þegar 19. nóvember 2003 í ræðu á Alþingi: „Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því að hér, með hvaða hætti íslensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut, að mínu viti, og ég, sem hef trúað og stutt og verið stoltur af því að standa fyrir einkavæðingu á slíkum bönkum, tel jafnframt að það eigi að reyna að halda þessum bönkum að sínum verkefnum og þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem þeir eiga að sinna og skyldum gagnvart almenningi í þeim efnum.“
-
Þegar hann var formaður bankaráðs Seðlabankans voru viðvörunarorð hans enn sterkari, en Ingibjörg Sólrún kom í veg fyrir það að hlustað var á hann.
Það var beinlínis sorglegt að sjá, hvernig menn daufheyrðust við endurteknum viðvörunum hans, sem hann hafði þó ekkert vald til að fylgja eftir, enda hafði Fjármálaeftirlitið verið fært undan Seðlabankanum.
-
Seðlabankinn lánaði öllum bönkunum rétt fyrir hrun, enda er það eitt af hlutverkum bankans, þ.e. að styðja við bankakerfið þegar við á. Veð voru tekin fyrir lánveitingunum, en bönkunum var einnig neitað um lán, vegna vafasamra veða.
Lán Seðlabankans til Glitnis átti að bjarga einhverju, en gerði það ekki. Davíð hafði ekki, þó sumir virist halda það, neitt alræðisvald. Hann hafði tvo mjög hæfa og virta hagfræðinga sér við hlið. Annar þeirra er nú ráðgjafi í Noregi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.