"Snípur" - Leyniskytta

Það eru sennilega ekki margir sem vita að enska orðið "sniper", (leyniskytta) er tengt hrossagauknum sem er af  Snípuætt ,  ásamt:

Rauðbrystingur
    Sanderla hrossagaukur_3
    Spóatíta
    Sendlingur
    Lóuþræll
    Rúkragi
    Hrossagaukur
    Jaðrakan
    Lappajaðrakan
    Spói
    Fjöruspói
    Sótstelkur
    Stelkur
    Mosastelkur
    Tildra
    Óðinshani
    Þórshani

Þannig var að á öldum áður, þegar nánast allt kvikt í náttúrunni var veitt til matar, þá var auðvitað mis erfitt að ná bráðinni. Sumum "auðveiddum" fugla og dýrategundum var hreinlega útrýmt á meðan kvikari tegundir spjöruðu sig.

Hrossagaukurinn (e. snipe) var erfiður viðfangs. Menn urðu að vera mjög góðar skyttur til að ná þeim á flugi og þess vegna var helst að læðast að honum úr launsátri og skjóta hann sitjandi og þannig varð orðið "Sniper", til.

Myndbandið er fræðslumyndband, hlustið. Ekki láta stúlkuna trufla Whistling


mbl.is Hrossagaukurinn flaggar til að sýna ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband