Við fjölskyldan keyrðum úr Reykjavík í gær, austur á Reyðarfjörð og fórum "Suðurleiðina".
Við stoppuðum við bæinn Þorvaldseyri, þar sem öskufallið virtist hafa verið mest. Við vegkantinn voru hraukar af gosösku og ég mokaði í litla pappaöskju og svo set ég öskuna í litla og fallega glerkrukku til skrauts og minningar í einhverja hilluna.
Mér hefur lengi þótt sveitin undir Eyjafjöllum vera fallegasta sveit landsins og Þorvaldseyri er sennilega ein búsældarlegasta jörðin. Ræktunarskilyrði eru óvíða betri og oft hef ég keyrt Suðurleiðina snemma vors og þá er sveitin undir Eyjafjöllum orðin fagurgræn á meðan kaldur hrammur heimskautaloftsins hangir enn yfir sveitum í norður helmingi landsins.
Það er sorglegt að sjá hina fallegu akra Þorvaldseyrar, svarta af ösku, en þó var greinilegt að rigning var að gera mikið gagn. Fínasta efnið í öskunni er fljótt að sáldrast ofan í jarðveginn og öskulagið minnkar verulega að rúmmáli. Það sást m.a.s. í nýgræðinginn teygja sig upp úr svörtum sverðinum.
![]() |
Fagna rigningu undir Eyjafjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Minni stjarna meira reynir, ljóð frá 5. janúar 2005.
- Röng þýðing
- Baujuvaktin
- Hvers vegna eru ekki til hús eða byggingar frá miðöldum á Íslandi?
- Fréttastofa RÚV vaknar.
- Umbreytingartímar fyrir einstaklinga og samfélög
- 7.000 skrefa daglegur göngutúr
- Víti til varnaðar
- Skemmdarverk undirbúin
- Lýðræði til framtíðar: Með gagnrýni, nýrri tækni og virðingu fyrir mannréttindum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.