Ég tók minjagrip

Við fjölskyldan keyrðum úr Reykjavík í gær, austur á Reyðarfjörð og fórum "Suðurleiðina".

fegurðVið stoppuðum við bæinn Þorvaldseyri, þar sem öskufallið virtist hafa verið mest. Við vegkantinn voru hraukar af gosösku og ég mokaði í litla pappaöskju og svo set ég öskuna í litla og fallega glerkrukku til skrauts og minningar í einhverja hilluna.

Mér hefur lengi þótt sveitin undir Eyjafjöllum vera fallegasta sveit landsins og Þorvaldseyri er sennilega ein búsældarlegasta jörðin. Ræktunarskilyrði eru óvíða betri og oft hef ég keyrt Suðurleiðina snemma vors og þá er sveitin undir Eyjafjöllum orðin fagurgræn á meðan kaldur hrammur heimskautaloftsins hangir enn yfir sveitum í norður helmingi landsins.

Það er sorglegt að sjá hina fallegu akra Þorvaldseyrar, svarta af ösku, en þó var greinilegt að rigning var að gera mikið gagn. Fínasta efnið í öskunni er fljótt að sáldrast ofan í jarðveginn og öskulagið minnkar verulega að rúmmáli. Það sást m.a.s. í nýgræðinginn teygja sig upp úr svörtum sverðinum.


mbl.is Fagna rigningu undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband