Ég vil byrja á að taka fram að ég er algjörlega andvígur dauðarefsingum.
Ég skil þó reiði aðstandenda fórnarlamba morðingja, sérstaklega foreldra barna. Það er ekkert rangt, skrítið eða slæmt við þær tilfinningar að foreldrið vilji að morðingi barns þeirra, hljóti a.m.k. sömu örlög, þ.e. gjaldi fyrir með lífi sínu. Þetta eru eðlilegar og mannlegar tilfinningar.
Við eigum hins vegar sem samfélag að láta skynsemina ráða, þ.e.a.s. ef við viljum vernda mannréttindi. Það er hroðalegur glæpur að taka saklausan mann af lífi og auk þess er það ekki á mannanna ábyrgð að ákveða hver lifir og deyr.
Það er hægt að færa mörg rök gegn dauðarefsingu en öll rök með henni stranda strax á grundvallaratriði í mínum huga: "Þú skalt ekki morð fremja".
En þá að forræðishyggjunni varðandi þessa viðtengdu frétt.
Nú vilja einhverjir ákveða hvað hinum dauðadæmda er "hollast" á banastundinni: Að fá kúlu í hjartastað eða að fá lamandi eitursprautu í æð. Þeir vilja taka ákvörðunarréttinn af einstaklingnum sem málið varðar.
Ég myndi velja kúluna.
Valdi að verða skotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 946228
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Heimskan og yfirlætið ríður ekki við einteyming
- Pæling III-IV
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Magnaðir allir.
- Þökk sé siðbótarhreyfingu Donalds Trump
- Til í sama og Inga Sæland
- Eg mun fagna þessu ef af verður
- Stellantis fer ekki á hausinn eins og ráð var fyrir gert
- Fer ekki í formanninn
- Ekki rétta systirin
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Kastaði glerglasi í gest á English Pub
- Hafa fengið ábendingar um meinta barnaníðinga
- Segir Eflu ekki hafa reiknað dæmið
- Hefur tekist að virkja fólkið í landinu með okkur
- Fer annan hring í borginni og framkvæmdir frestast
- Mögulega raskanir á flugi til Írlands og Skotlands
- Nokkur dæmi um hús í óásættanlegu ástandi
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér í þessu máli Gunni minn. En ég myndi svo sannarlega velja aftökusveitina frekar en sprautu sem hljómar eins og líknardauði. Líklega fylgja eiturefninu einhver deyfandi efni svo viðkomandi sofnar út af. Ef fólk vill drepa þá skal það gera það á viðeigandi hátt ef þannig er hægt að komast að orði. Skrýtnar pælingar ég veit það :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.4.2010 kl. 10:47
Þetta er kannski smekksatriði
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 11:23
Ef einhver myrðir barnið þitt viltu þá að hann fái 16 ára fangelsi og geti síðan hafið "nýtt líf" eftir afplánun þar sem hann sé þá búinn að "borga skuld sína til samfélagsins" ? .. menn sem teknir eru af lífi vestanhafs eiga það alltaf skilið.
Laxinn, 24.4.2010 kl. 12:15
Ert þú semsagt að fullyrða það að eingöngu sekir menn séu teknir af lífi þarna fyrir vestan?
Er réttarkerfi kananna semsagt óskskeikult?
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 12:52
Og alveg burtséð frá því þá ætla ég að vera sammála pistlahöfundi... þú skalt ekki mann drepa.... ég sé ekki hverjum er greiði gerður með því að gera ríkið að morðingja
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 12:54
Ég skil alveg hvað þú ert að fara, Laxinn, en getum við dregið mörkin við ákveðna tegund morða, þar sem foreldrarnir eru yfirkomnir af sorg en jafnframt svo fullir af heift og hatri út í gerandan, að það er tilbúið að gera nánast hvað sem er til þess að hefna sín á morðingjanum.
-
Við sem horfum á þetta úr fjarlægð, verðum að taka völdin. Ég hugsa með hryllingi til þess ef æstur dómstóll götunnar yrði ráðandi afl í þjóðfélaginu.
Nei takk! Ekki fyrir mig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 15:11
Laxinn talar um að menn sem teknir eru af lífi vestanhafs eigi það ávallt skilið. Man nú ekki betur en að þeir í BNA tóku þroskaheftan einstakling af lífi hér um árið, og svo auðvitað alla þá sem hafa verið teknir saklausir af lífi áður en raunverulegi brotamaðurinn fannst. Nú og svo auðvitað alla þá sem setið hafa á dauðadeildum og svo sýknaðir.
En auðvitað er allt í BNA fullkomið og yfir gagnrýni hafið. Meira að segja patriot act sem gefur yfirvöldum leyfi til að handtaka og halda föngnum í leynilegu fangelsi án dóms og laga þar til þeir deyja. Helvíti flott réttarríki maður.
Tómas Waagfjörð, 24.4.2010 kl. 17:13
Sú hugmynd að einungis fólk sekt um hryllilega glæpi sé tekið af lífi er í einu orði barnaleg. Því hræðilegri sem glæpurinn er, því æstari eru kviðdómarar, lögfræðingar og dómarar sjálfir í að trúa því að hinn ásakaði sé sekur. Venjulega er hinn ásakaði afskaplega geðveikur líka, sem leggur til allnokkrar spurningar sem ógerningur er að svara með sannfærandi hætti. Til dæmis er það vel þekkt að geðveikt fólk ljúgi gegn sínum eigin hagsmunum.
JAFNVEL ÞÓTT að það væri hægt að tryggja með 100% vissu að viðkomandi væri sekur, þá setur það fordæmi fyrir aðra glæpi sem eru jafn hræðilegir en sönnunargögnin ekki jafn góð.
Til Laxins, jú, ég myndi vilja pynta til dauða þann sem myrti barnið mitt, en einmitt af þeim tilfinningum ræð ég að ég væri gjörsamlega vanhæfur til að ákvarða líf annars einstaklings. Því heitari sem slíkar tilfinningar eru, því hættulegri eru þær réttlætinu, og því hræðilegri sem glæpurinn er, því heitari eru slíkar tilfinningar.
Til höfundar greinarinnar er ég hjartanlega sammála. Ef það á að taka fólk af lífi, þá er nú skömminni skárra að það fái að velja leiðina. Ég væri logandi hræddur við sprautuna vegna þess að ef eitthvað fer úrskeiðis verður það mjög langur og kvalafullur dauðdagi. Með aftökusveit deyr maður eins hratt og mögulegt er, myndi ég halda. Svolítið subbulegt, en það er dauðarefsingin sjálf einnig.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.