Auga með Steingrími og Jóhönnu

Ég má til með að birta hér "Staksteina" Morgunblaðsins í gær.

"Flugfélög í Evrópu telja sig hafa tapað háum fjárhæðum vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Nefndir hafa verið 300 til 400 milljarðar króna.

Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að hafa auga með þeim Jóhönnu og Steingrími J.

Viðbúið er að fram verði settar kröfur um að Íslendingar, sem beri ábyrgð á Eyjafjallajökli, greiði þennan kostnað.

Steingrímur og Jóhanna munu samviskusamlega taka fram að Íslendingar beri að sjálfsögðu enga ábyrgð á þessari framgöngu eldfjallsins og enn síður þeim vindum sem feyktu öskunni til Evrópu.

Í framhaldinu munu þau þó undirstrika að Íslendingar muni að sjálfsögðu standa við sínar skuldbindingar. Spurningin hljóti því að snúast um greiðslutíma og vaxtakjör.

Því næst munu þau snúa sér til Alþingis og þjóðarinnar og segja að ákvörðun um ríkisábyrgð á þessum skuldbindingum þoli enga bið, því það skaði samstarfið við AGS og setji í hættu endurreisnina, sem þau hafi unnið svo vel að og séu svo ofboðslega þreytt eftir.

Rithöfundar Baugs og Samfylkingarinnar munu fara mikinn í kjölfarið.

Þetta er fúlasta alvara."

Mér finnst þessi pistill algjör snilld Grin


mbl.is Akureyrarflugvelli líka lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Og þú skammast þín ekki?

Þetta er vissulega fínn brandari. Enda höfundurinn mikill snillingur. Mun betri en svo að hann þurfi endurbirtingar.

En það væri afar gaman að sjá ámóta góðan brandara frumsaminn af þér sjálfum :-)

Mbk - Jón Dan 

Jón Daníelsson, 24.4.2010 kl. 03:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

FYRIR HVAÐ Á GUNNAR AÐ SKAMMAST SÍN?????  Það virðist vera mikið af svona "rugludöllum" á ferðinni eins og Jóni Daníelssyni og kannski ekki annað hægt  en að vorkenna svona mönnum.

Jóhann Elíasson, 24.4.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað gerðist 11. okt. 2008? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 09:24

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þá blés vestanvindurinn fjármálahruni frá Íslandi, yfir Evrópu, þó aðallega Holland og Bretland.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 09:49

5 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Góður:):) Þau setja GOSSKATT:)Hraun-Ösku--hreingerningarskatt:)

Halldór Jóhannsson, 24.4.2010 kl. 11:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá samþykkti ríkisstjórn Geirs H Haarde að standa að fullu skil á Icesave og greiða 6% vexti. Góður díll að sögn.

Davíð hefur ekki munað þetta þegar hann skrifaði þennan Staksteinabrandara. Svo þarf iðulega að sveigja og hagræða sannleikanum til að skapa góðan brandara.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2010 kl. 16:41

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún voru varla ábyrg gjörða sinna.... bæði fársjúk og í taugalosti í ofanálag.

-

Fyrir dómi fengju þau: "Ósakhæf!".

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband