Ef ég man rétt úr áralöngum fréttalestri, þá gýs Katla að meðaltali á 50-70 ára fresti, en ekki 100 ára fresti eins og forsetinn segir. Gosin eru mjög misjafnlega öflug og sá ég nýlega eldgosin frá landnámsöld, flokkuð í fjóra flokka, eftir styrkleika þeirra.
Katla gaus síðast 1918, stuttu og tiltölulega máttlausu gosi. Á skalanum 1-5 og fimm er hamfaragos, þá var gosið 1918, tveir á skalanum, þ.e. í næst veikasta flokknum. Fólki þótti þó nóg um hamfaraflóðin sem fylgdu í kjölfarið. Ísklumpar á stærð við stæðileg hús, lágu eins og hráviði um sanda.
Það eru 92 ár frá síðasta gosi og því má segja að Katla kerlingin sé fyrir löngu komin á steypirinn.
Ef gos hennar verður öflugt á "Kötlu mælikvarða", þá gæti skapast neyðarástand í flugsamgöngum á norðurhveli jarðar, í mjög óþægilega langan tíma.
Mun stærra íslenskt eldfjall við það að springa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 22.4.2010 (breytt kl. 12:28) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
- Er þetta virkilega að vera fáránlega fær?
- Óeðlilegar verkfallsaðgerðir
- Að velja sér viðmið
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Hún gýs yfirleitt einu sinni á hverri öld. segir forseti vor, hvergi kemur fram að hann segi á 100 ára fresti
Diesel, 22.4.2010 kl. 12:23
Það þarf nú ekki talnaglöggan mann til að finna út að það hlýtur að þýða á ca. 100 ára fresti, ef það er málið frá landnámsöld. En svo er ekki, því oft hefur gosið tvisvar á öld.... hugsanlega þrisvar
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 12:32
Hann bullaði út í eitt í þessu viðtali. Katla hefur gosið yfir 20 sinnum frá landnámi og því nærri tvisvar á öld a ö meðaltali. Hún gaus reyndar síðast 1955 en ekki 1918. Það gos var bara svo lítið að það náði ekki að bræða sig í gegnum jökulinn. Margir jarðfræðingar vilja meina að það sama hafi gerst árið 1999. Etv. Hefur þetta mjög oft gerst í gegnum aldirnar. Hinsvegar er það ekki rétt að gosið 1918 hafi verið lítið Kötlugos, það var vel yfir meðallagi, flokkaðist sem VEI 4 eins og flest stærri gosin. Hér má sjá yfirlit Kötlugosa.
Eftir að hafa stúderað þessi fræði hef ég meiri áhyggjur af stórgosi frá öðru eldstöðvakerfi heldur en Kötlu, nefnilega Bárðarbungu en þar hafa verið stöðugir jarðskjálftar í mörg ár. Veiðivatnagosið 1480 var VEI 6 gos úr Bárðarbungukerfinu við helstu virkjanir Íslands og hefði miklu alvarlegri afleiðingar í dag en nokkurt Kötlugos. Þá gaus á 30 km. langri sprungu takk fyrir. Hér má sjá fróðleik um þetta.
Óskar, 22.4.2010 kl. 12:40
Óskar það er þetta sem ég hef haft tilfinningu um að gerist eitthvað stórt miklu stærra en nú er að gerast við Eyjafjallajökul.
Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 13:58
Sæll félagi,
Þetta er alveg rétt hjá þér. Hinsvegar má ekki tala um að Katla sé hættuleg eða komin að því að gjósa. Hvað nú ef Óli hefði sagt að hún gysi tvisvar á öld og síðasta gos sem náði upp úr jöklinum var fyrir tæpri öld. Íslendingar hefðu gersamlega gengið af göflunum og það stæði bara ekki steinn yfir steini. Það skaðar ímynd Íslands að vera að rugla um svoleiðis hluti. Það er miklu betra að stinga hausnum eins djúpt í öskuna og hægt er og segjast svo ekki hafa hugmynd um hvað var að ske fyrr en allt er afstaðið. Alveg magnað hvað Íslendingar halda fast í ruglið sem þeir hafa legið í undanfarna áratugi! Hvernig væri að hugsa rökfast um þetta og skoða hvernig Íslendingar geta orðið að liði í stað þess að vera stikkfrí? Maður er búinn að fá svoleiðis upp í kok að horfa upp á þetta hérna að utan:(
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 22.4.2010 kl. 14:53
Þú meinar "Rétt hjá forsetanum" greinilega. Aðalinntakið var ekki hversu oft Katla gýs, heldur möguleikarnir á hamförum.
Sjaldgæf stund hefur litið dagsins ljós í lífi Gunnars. Takið ofan, Íslendingar, og viðhafið stundarþögn.
Rúnar Þór Þórarinsson, 22.4.2010 kl. 15:34
Ég er nú eiginlega algerlega sammála Arnóri.
Heimir Tómasson, 22.4.2010 kl. 16:24
Ég er sammála síðuritara með kjánalega túlkun á sögulegu gosferli Kötlu. Það sem ég heyrði fyrst um Þessa eldsöð var að hún gysi tvisvar á öld. Ég hef ekki kynnt mér skráðar heimildir en þær eru nægar.
Ólafur forseti er haldinn athyglisýki og elnar sóttin með hverjum degi. Þetta er mikið slys því hann var að ná fótfestu á ný í eigin samfélagi eftir tvö umdeild embættisverk og hversu vel hann fylgdi eftir á erlendri grund niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Stærsta hætta Íslands í tilliti eldgosa er samþjöppun meginhluta þjóðarinnar á eldvirku svæði með eina undakomuleið á landi.
Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 16:54
Loksins urðum við Arnór dús.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 17:39
Takk fyrir þennan fróðleik, Óskar. Ég sá það ábyggilega alveg nýverið í íslenskri samantekt, að gosið 1918 hefði verið frekar minniháttar í sögulegu samhengi.
Samt var það nokkuð tilkomumikið ásýndar og jökulflóðin voru ógnvekjandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 19:26
Það var eðlilegt að forsetinn segði þetta útí löndum því þetta er alveg það sama og sumir jarðvísindamenn okkar hafa verið að tala um. Einn jarðfræðingur hringdi hér austur í Álftaver um daginn þegar fór að gjósa í Eyjafjallajökli og sagði það gos vera aðeins sýnishorn af Kötlugosi. Ég sem nú er rúmlega áttræður hef horft upp til Kötlu frá því ég man eftir mér og þekkti og talaði við margt af því fólki sem til var í Kötlugosinu 1918. Mér fynnst að margir jarðfræðingar og fréttamenn mættu læra betur um Kötlu áður en þeir blaðra meira hana. Og muna betur eftir gamla máltækinu sem segir,, Að aðgát sé höfð í nærveru sálar" Katla getur gosið strax á morgun en það geta líka liðið tugir ára þangað til eða jafnvel meira. Það vita menn lítið um þó sjálfsagt sé með nútíma tækni að fylgjast með henni
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 19:35
Takk kærlega fyrir þitt innlegg, Gissur. Gaman að fá svona upplýsingar frá fyrstu hendi, af manneskju sem man tímana tvenna... og jafnvel þrenna
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 19:46
Forsetinn er að tala út um afturendann á sér.
Katla er komin á tíma fyrir þónokkru síðan eða um 60 árum.
Ekki það þetta er fínt að henda svona bombu fyrir hann þegar menn voru farnir að rifja upp bankamanna sleikjuskapinn í honum og hvernig hann dásamaði íslenska viðskiptalífið.
Vilmundur Árnason (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:58
Málið snýst ekki svo mikið um hvort að Ólafur hafi rétt fyrir sér, heldur að það sé verkefni vísindamanna að tilkynna hvort köllugos sé líkleg bráðlega eða ekki. Það er ekki verkefni Ólafs að blaðra hverju sem honum sýnist. Hann fær það mikla athygli að hann þarf að sýna varhúð, enda á hann sem forseti að vera tala fyrir okkur, eða þannig horfa erlendir aðilar á hann, sem rödd íslendinga. Hann verður að leita ráða og upplýsinga áður en hann fer í svona viðtöl og sýna hógvænni og fara ekki fram hjá sér, halda sig við setta umræðu og fara eftir þeim upplýsingum sem honum eru gefin.
Einar (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.