Skrítið

Þetta er mjög sérkennileg yfirlýsing hjá framkvæmdastjóra Austfars, að "ekki hafi orðið var við aukningu á bókunum ennþá".

Frá Grunnskóla Reyðarfjarðar eru nú 42 nemendur úr þremur elstu bekkjunum í heimsókn í Esbjerg, ásamt fimm fylgdarmönnum. Þegar óljóst varð um flug heim frá Kaupmannahöfn á sunnudaginn, var ákveðið að athuga með heimferð með Norrænu, en hún siglir einmitt frá Esbjerg.

Um 300 miðar voru lausir með ferjunni á hádegi í gær en örfáum klukkustundum síðar voru einungis 100 miðar eftir. Ákveðið að taka ekki sénsinn með krakkana og því var stokkið á það að kaupa miða.

Ekki var hægt að skilja málið öðruvísi en að miðarnir rykju út og því þurftu skólayfirvöld hér að taka ákvörðun strax. Þægilegra hefði verið að geta beðið til föstudags með þessa ákvörðun.

Sumir krakkanna voru ekki par ánægðir með að stytta ferðina um einn dag, því mikið stóð til á laugardaginn, með fjölskyldunum sem þau gistu hjá. M.a. átti að fara í     "Go-kart" Undecided og ýmislegt fleira húllumhæ.

Ps. Skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar talaði við framkvæmdastjóra Austfars kl 10.30 í morgun og þá voru örfáir miðar eftir.


mbl.is Óbreytt áætlun hjá Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband