Reyðarfjarðarkrakkar strandaglópar?

8., 9. og 10. bekkir í Grunnskóla Reyðarfjarðar, samtals 42 börn og 5 fylgdarmenn eru nú í Esbjerg í Danmörku að endurgjalda skólaheimsókn jafnaldra sinna til Reyðarfjarðar. Þetta er vikuferð og áætluð heimkoma er á sunnudaginn.

Nú ríkir að sjálfsögðu óvissa um heimkomuna en möguleiki er á að flýta henni með því að taka Norrænu á laugardaginn. En þar sem flugfélög á Íslandi fela sig á bak við það að þau taki ekki ábyrgð á náttúruhamförum, þá efast ég um að flugið heim (ef það fellur niður á sunnudaginn), fáist endurgreitt.

Ég var eitt sinn strandaglópur í Chicago, USA, vegna vetrarstorms í Mið og Vesturríkjunum. Ég var á leið til Seattle. Allt hótelrými var uppbókað í Chicago, nema í úthverfum og í meira en klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvellinum og því flaug bandaríska flugfélagið með mig til Minnieappolis, sem er í um 1000 km. fjarlægð frá Chicago. Þar fékk ég frítt hótel og dagpeninga að auki vegna óþæginda sem af þessu hlaust.


mbl.is Flugbannsvæði stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband