Of margir sökudólgar?

Ég held að margir verði fyrir vonbrigðum með það hversu sökudólgarnir eru margir.

Í múgæsningnum sem stjórnað var af V-grænum á upphafsmánuðum hrunsins og í "búsáhaldabyltingunni", var því haldið fram að þetta væri allt saman Davíð Oddssyni að kenna og ef hann yrði krossfestur, þá yrði allt í fína lagi.... réttlætinu fullnægt. Errm

Þeir verða nokkrir óbótamennirnir sem hengdir verða honum til samlætis. Það er nokkuð ljóst.


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekurðu þá ekki mark á þeirri gagnrýni sem snýr að honum í skýrslunni?

Skúli (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:34

2 identicon

Skúli: Kjánaleg framsetning á spurningunni þinni! Mér finnst ekkert koma fram hjá Gunnari um að hann taki ekki mark á því sem komi fram í skýrslunni og snýr að DO, en þú ert að fullyrða með spurningunni að hann taki ekki mark á því. Það væri gaman að vita með hvaða gleraugum þú ætlar þér að lesa skýrsluna.

Björn (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:01

3 identicon

Nei það er bara ekki rétt, ég sagði það hvergi og nokkuð greinilegt að þú lest bara það sem þú vilt lesa út úr spurningu minni, sama hvað stendur í henni.  En það er ljóst að fjölmargir á moggablogginu myndu örugglega ekki taka mikið mark á gagnrýni á störf DO.  Einnig er mjög gaman að vita hvernig þú ætlir að lesa skýrsluna. Ef þér finnst spurningin mín kjánaleg þá þakka þér fyrir að láta mig vita!

Skúli (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég tek mark á skýrslunni, sama hver á í hlut. Hins vegar höfðu þeir sem rannsóknarnefndin yfirheyrði, andmælarétt og það væri fróðlegt að sjá það.

-

En við megum ekki líta á þessa rannsóknarskýrslu eins og hún sé hafin yfir allan vafa. Ég reikna með að höfundarnir séu mannlegir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 16:52

5 identicon

Ég held þessi skýrsla eigi eftir að gefa karl greyini langþráða uppreisn æru.

Enda sýnir það sig að maðurinn varðai ráðherra við en var hafður að háði fyrir.

Þá sér í lagi af Össuri og Þorgerði Katrínu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 17:32

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það var afar mikill styrkur fyrir Davíð að vara við þegar allt var um seinan. Annars tek ég nú mest mark á því sem Bretarnir lögðu inn í þá umræðu um aðkomu Seðlabankans og fordæmalaus afglöp þeirrar stofnunar á öllum stigum; blátt áfram öllum.

En við skulum reyna að skoppa framhjá því ef við erum á móti vinstri mönnum.

Hvenær farið þið að bera lof á Stenfrím J. fyrir að hafa varað við framkvæmdunum fyrir austan sem hann sagði að yrði hagkerfinu ofviða; og skýrsluhöfundar staðfesta?

Var ekki eitthvað rætt í skýrslunni um skattalækkanir á þenslutíma? Man ég það rétt að Steingrímur hafi talið þær afglöp?

Þegar Steingrímur J. tók til máls og varaði við því sem á daginn kom að hann hafði séð en ykkar maður hafði ekki vit á þá hlógu margir og sögðu að hann og Vinstri grænir væru bara svo vitlausir að þeir væru á móti öllu.

Ekki voru þið í þeim hópi?

Mikið óskaplega fór stjórnsýsluheimska sjálfstæðismanna margan kollskít í þessar frábæru skýrslu.

En nú eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá okkur sjálfstæðismönnum!

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 18:08

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framkvæmdirnar fyrir austan hefðu litlu máli skipt fyrir hagkerfið ef ekki hefði komið til húsnæðissprengjan vegna 90% lána Framsóknarflokksins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 18:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það verður að segja Davíð til hróss að allir flokksmenn standa þétt að baki honum á hverju sem gengur rétt eins og þar færi höfuðpersóna í þekktri "fjölskyldu" vestur í sæluríkinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.4.2010 kl. 18:49

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég styð ekki Davíð nema hann eigi það skilið. Davíð gerði sín mistök eins og aðrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 20:02

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er mikil einföldun að kenna 90% lánum íbúðalánasjóðs um húsnæðissprengjuna, og framkvæmdum fyrir austan um hrunið..

Það þarf engan hagfræðing til að sjá að 90% skiptu engu máli í þessu samhengi enda var hámarksupphæð lána íbúðalánasjóðs 18 milljónir á meðan bankarnir sem reyndu allt hvað þeir gátu til að koma íbúðalánasjóði á kné, lánuðu 100% án hámarka á völdum stöðum til að mynda á höfuðborgarsvæðinu þar sem þenslan var langmest.

Breytingin úr 80 í 90% var í raun breyting úr 17. milljónum í 18. milljónir því að það er nú ekki merkileg eign sem ber þessar 18 milljónir sem 90% af verði.

Ein milljón á hverja íbúð, það er nú allt og summt, síðan getum við einfaldlega margfaldað þessa einu millj´pon með ört fækkandi lántökum hjá íbúðalánasjóði (þv´ði bankarnir yfirbuðu hann allhrapalega) og þá fáum við raunverulega þýðingu á þessari breytingu fyrir hagkerfið.

ef við segjum 4000 lán þá eru það 4 milljarðar, ef við segjum 10.000. lán þá eru það 10 milljarðar, en það er nú ekki stór partur af heildarkökunni er það...

Eiður Ragnarsson, 22.4.2010 kl. 16:56

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessir útreikningar þínir eru e.t.v. ekki rangir margföldunarlega séð, en forsendurnar fyrir margfölduninni eru samt rangar.

-

Þegar svoleiðis er í gangi, er hætt við því að lokatölurnar verði neyðarlega fjarri raunveruleikanum.

-

Það fór ákveðin skriða af stað við húsnæðislánaloforð Framsóknarflokksins, í aðdragandi kosninganna árið 2003. Einkabankarnir vildu gera sig gildandi í samkeppni við "ríkisvæddan" Íbúðarlánasjóð og buðu því fljótlega sambærileg lán eða jafnvel hagstæðari, gagnvart þeim íbúðakaupendum sem ekki áttu neitt fjármagn í höndunum.

Þetta varð einhverskonar "flóð". Íbúðir seldust sem aldrei fyrr, á topp verði en enginn hafði áhuga á að stoppa verktakana. Þeir fengu að fljóta sofandi að feigðarósi. -

Hefði ekki átt að vera eftirlit með framkvæmdagleði byggingaverktaka? Hvernig átti að bregðast við? Hver átti að bregðast við?

-

Ég held að ábyrgðarmenn fjármagnsins, sem eru auðvitað stjórnendur og eigendur einkabankanna, hefðu átt að gefa sér örlítinn tíma og líta gagnrýnum augum á rekstraráætlun lántakenda sinna. 

Ef þeir hefðu gert það, þá hefðu þeir væntanlega kippt að sér höndunum varðandi fjármögnun þeirra verkefna sem nú er hver mest tap á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 02:47

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sem nú er hvað mest tap á

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband