Stríð er vettvangur mestu hörmunga sem mannkynið þekkir. Engin plága er meiri plága en stríðshörmungar. Ekki er nóg með að flest er eyðilagt, sært eða drepið, heldur eru sálarleg áföll eftirlifendum til tjóns, sumum til æviloka. Og stríðsástand getur varað í fjölda ára en það gera "náttúrulegar" plágur sjaldnast.
Þetta atvik með afgönsku konurnar er auðvitað skelfilegt en mannlegir harmleikir eiga sér stað þarna á hverjum degi. Sorglegast er þegar börn eiga í hlut.
Þeir sem réttlæta innrás bandamanna í Írak, segja gjarnan að dauði þessa fólks hafi ekki verið til einskis. En hversu lengi er hægt að segja það? Hvenær er jafnvæginu náð.... hvenær deyja og þjást jafnmargir og verið er að bjarga frá dauða og þjáningum?
Ég held reyndar að bandamenn eigi enn nokkur fórnarlömb upp á að hlaupa, en það gengur á jafvægið.
Bera ábyrgð á dauða kvennanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | 5.4.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945742
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Mikil skelfing: Sigmundur Davíð á traktor í Skeifunni
- Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
- Gunnar Smári, fósturvísar & "ógeðslegt Djúpríki"
- nei takk er á bíl
- Það er enginn friður fyrir heimsbæokmenntunum
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRIR ÁFRAMHALDANDI TAPI Á REKSTRI BORGARINNAR.....
- Skilvirkni hlutabréfamarkaða - japanska sagan
- -óreiðuheimurinn-
- Flugvöllur á milli vina
- Starfsmenn neyðarmóttöku og hjúkrunarheimila afþakka mRNA bóluefnið
Athugasemdir
Hvað voru þessar blessaðar konur að gera úti,um hánótt? Maður spir sig,og það á svona viðsjárverðum slóðum.
Þórarinn Baldursson, 5.4.2010 kl. 20:51
Svo er það annað.....
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 21:20
Við megum ekki gleyma því að börn eru eiginlega aldrei drepin nema í afskaplega góðum tilgangi.
Ég treysti Davíð og Halldóri alveg til að meta svoleiðis smámuni.
Árni Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 21:48
Við (þeir) voru fjarri því að vera einir á þessum báti. Öll helstu lýðræðisríkin í hinum vestræna heimi, studdu innrásina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 23:14
Lagast níðingsverk ef þátttakendum í þeim fjölgar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2010 kl. 13:28
Nei, þau gera það ekki og við vitum að þarna hafa verið framin mörg níðingsverk, á báða bóga.
-
Við erum í hópi þjóða ("hinna viljugu")sem við viljum bera okkur saman við í lífsgæðum, lífsháttum og menningu. Þetta er hópur þjóða þar sem lýðræðið er mest og sömuleiðis frelsið. Þetta eru vestræn kapitalisk ríki, að skandinavísku löndunum meðtöldum, þar sem lífsgæði almennings eru hvað best í heiminum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.