Skoðanakönnunin sem ég er með hér til hliðar; "Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu í sumar?", sýnir í dag Spánverja leiða í könnuninni sem líklegasta liðið til að hampa bikarnum. Skammt undan eru þó Argentína, Brasilía og England.
Sjálfur hakaði ég við Englendinga, kannski frekar af óskhyggju en raunsæi. Ég held með þeim, .... yfirleitt, utan ég hélt með Hollendingum árið 1974 og Brössunum árið 1982. Paolo Rossi, framherji Ítala sá um að rjúfa heimsmeistaradraum Brasilíumanna, en keppnin var haldin á Spáni ´82.
Mörg lið koma til greina sem handhafi heimsbikarsins í keppninni sem haldin verður í Suður Afríku í sumar. Ég hefði sennilega átt að hafa Portúgal sem valmöguleika í könnuninni.... en þá kemur líka spurning um Króata, Serba, Rússa....
Ég held að Serbía verði sputniklið mótsins með varnarjaxlinn Vidic í fararbroddi. Nöfn eins og Ivanovic, Stankovic, Krasic, Jovanovic og Pantelic, eru þess virði að leggja á minnið, lesendur góðir. Sérstaklega Krasic. Hann er ljóshærður kantmaður og ekki ósvipaður á velli og Pavel Nedved, hinn tékkneski.
Sömuleiðis er Jovanovic athyglisverður framherji, leikmaður sem Liverpool hefur verið að bera í víjurnar við ásamt fleiri stórliðum. Þessi 28 ára gamli leikmaður er samningslaus í sumar við hið belgíska lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege.
Gott mót hjá honum, ásamt restinni í serbneska liðinu, myndu tryggja þeim flestum risasamninga við stærstu klúbba Evrópu.
Flokkur: Skoðanakannanir | 4.4.2010 (breytt 5.4.2010 kl. 07:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 947323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þannig eru reglurnar
- Þvaglegg - Sjálfkeyrandi bílar - hver ber ábyrgð
- Smávegis af júlí 2025
- Báknið hefur tvöfaldast frá 1994
- Hvers vegna stríðin á Gaza og Úkraínu halda áfram
- Karlmannatíska : STILL KELLY Collection 2
- Ferlið þegar hafið
- ERUM VIÐ ALEIN Í GEIMNUM EÐA EKKI ? Það ætti að vera aðal spurningin á RÚV alla daga. RÚV mætti gjarnan texta svona fundahöld fyrir ÍSLENSKAN ALMENNING frekar er að sýna okkur rusl myndefni eins og músíktilraunir eða sambærilegan vitleysisgang:
- Tönn fyrir auga og auga fyrir tönn?
- Samstarf á forsendum ESB er sjálf afþakkað
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.