Grjóti rignir yfir vefmyndavél Mílu

Svo er að sjá að hraungrjóti og vikri rigni niður allt í kringum vefmyndavélina á Fimmvörðuhálsi, sjá HÉR
mbl.is Ný sprunga hefur opnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, spurning hvort þetta er ekki bara snjór?

Ég var einmitt að horfa á hina vefmyndavélina, frá Þórólfsfelli, í dag eftir hádegið og fannst ótrúlega mikill mökkur vinstra megin við miðjan skjá, og var að velta fyrir mér að þetta liti út eins og meira en bara vatnsgufa. Þar er nú enn smá strókur. Spurning hvort eitthvað sé að gerast þar líka?

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:28

2 identicon

Þetta er snjór. Ég veit ekki alveg hvað á að halda um þessa blog færslu.

Ólafur Waage (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef þetta væri grjót held ég að myndavélin yrði skjótt fyrir hnjaski, en ég held þetta sé missýn, þetta er örugllega frekar aska.

Guðmundur Júlíusson, 31.3.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já þetta er aska.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 19:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert að þessi nýja sprunga opnaðist án þess að gera boð á undan sér. Engir jarðskjálftar - enginn gosórói. Þannig var það líka í upphafi gossins.

Svo er eins og Páll Rúnar segir, gífurlegur mökkur hinum megin, einhvers staðar austan við Heljarkamb suður undir Bröttufönn. Sá þann mökk líka í morgun en nú hefur hann enn færst í aukana.

Þökk sé Mílu að leyfa okkur að fylgjast með þessu í beinni.

Kolbrún Hilmars, 31.3.2010 kl. 19:57

6 identicon

Já Kolbrún. Frábært að geta fylgst svona með í beinni :o)

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 20:14

7 identicon

Það ætti að koma betur í ljós þegar dimmir hvort einhverjar glæður eru í mekkinum þarna vinstra megin.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 20:15

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta var greinilega grjót í upphafi, því þegar það lenti í vikrinum fyrir framan myndavélina, þá kom reykur við hverja lendingu. Myndavélin hlýtur að vera varinn að einhverjum hluta.... í kassa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 21:48

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gunnar, sennilega hafa Mílumenn sett upp einhverja varnarhlíf þegar þeir tóku vefmyndavélina niður á tímabili um helgina. Þá hafði vikurstrókurinn bulið á myndavélinni nokkuð lengi eftir að vindáttin breyttist.

En ég vona að þeir hafi efni á því að láta myndavélina standa þarna áfram, jafnvel þótt hún verði í hættu. Allavega væri ég til með að þakka fyrir mig með einhverju áhorfsgjaldi :)

Kolbrún Hilmars, 31.3.2010 kl. 22:31

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með þér, Kolbrún. Ég kíki á þessa beinu útsendingu nokkrum sinnum á dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband