Landsvirkjun er nýbúin að gefa út skýrsluna: (5. nóv. sl.) "Hvernig hefur skilyrðum umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunnar reitt af?" Sjá HÉR
Tvö af tuttugu breytingarskilyrðum kærenda vegna fyrri úrskurðar reyndust tóm vitleysa við nánari skoðun og nokkur önnur má kalla léttvæg atriði.
Fullnægjandi skýringar eru á gangi mála í skýrslu LV sem ég vísa í hér að ofan.
Mér finnst ótrúlegt annað en hið vakandi auga Svandísar Svavarsdóttur hafi orðið vart við þessa skýrslu á sínum tíma. Hvað fyrir henni vakir með þessu útspili nú, er erfitt að segja. Mér dettur helst í hug athyglisþörf.
Ekki staðið við öll skilyrðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 31.3.2010 (breytt kl. 18:12) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Viðskipti
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
Athugasemdir
Örugglega ekki auðvita vill hún að sjálfsögðu láta tæma lónið og stoppa þar með Fjarðarál.
Guðmundur Gunnar Þórðarson, 31.3.2010 kl. 18:30
Þú virðist hafa tekið þér stöðu ofan í þeirri skotgröf sem ekki hefur enn farið í umhverfismat. Að standa vörð um náttúru Íslands og framfylgja eftirliti um hvernig að framkvæmdum hefur verið staðið er sjálfsagt ekki merkilegt frá þeim lága sjónarhól sem þú hefur valið þér.
Gunni Gunn (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 19:29
Sæll Gunnar,
Ef skilyrði eru sett þá á að fylgja þeim eftir. Ef virkjunaraðilar hafa ekki uppfyllt þau skilyrði sem þeim voru sett þá á að fylgja því eftir að þeir geri það. Það hlýtur að verða gert með mati óvilhallra aðila og ég get ekki séð að skýrsla virkjunaraðila geti talist gerð af óvilhöllum aðilum. Mér finnst það sjálfsagt að ríkið fylgi eftir þeim skilyrðum sem sett eru hvort sem um er að ræða virkjunarframkvæmdir eða bankarekstur. Við höfum farið flatt á því að hafa ekki eftirlitsaðila sem eru starfi sínu vaxnir og ég held að það sé bara gott mál ef einhver aðili tekur að sér að hafa eftirlit með fyrirtækjum.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 31.3.2010 kl. 20:33
Auðvitað á að framfylgja settum skilyrðum, en dettur ykkur virkilega í hug að skýrsla Landsvirkjunnar sé fölsun?
Það má vel vera að einhver hluti skilyrðanna hafi ekki verið framfylgt enn, en þá eru örugglega eðlilegar skýringar á því.
-
Ég er næstum alveg viss um að þessi Gunni Gunn hefur ekki litið á skýrsluna sem ég bendi á í bloggfærslunni. Athugasemd hans er þess eðlis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 21:54
Ef farið er yfir þessi 20 skilyrði, sem ég skora á ykkur að gera, þá kviknar óneitanlega forvitni á að vita hvaða skilyrðum hafi ekki verið fullnægt.
-
Þau atrið sem þarna eru upptalin eru í samvinnu við ýmsa fagaðila og undir eftirliti margra stofnana.
-
Ég held að Svandís sé að slá einhverjar pólitískar keilur með þessu útspili.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2010 kl. 22:35
Gunnar. Við eigum bara eitt Ísland og ekki skaðar að fara vel með það.Mig grunar að Svandís og fleiri geri sér grein fyrir því.
Ef við röskum náttúrunni of mukið getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir alla, óháð pólitískum flokkum.
Ekki er mér kunnugt um hvað er verið að tala um þarna, en mér er kunnugt um að framkvæmdar og gróða-hugsjónir sumra eru ekki alltaf framsýnar eins og reynslan hefur svo illþyrmilega sýnt okkur. Hagfræðin gerir ekki ráð fyrir framsýni, heldur einungis hvað hægt er að græða í augnablikinu án ábyrgðar. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2010 kl. 10:10
Það er akkúrat engin ábyrgð í þessu rugli Svandísar. Hún er einungis að minna öfgaumhverfissinna á hver ræður ríkjum í umhverfisráðuneytinu og tryggja sér atkvæði þeirra í næstu kosningum
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2010 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.