Selur eltir kött

Sá ég út við svarta kletta

selinn elta kött.

Það er best að botna þetta,

bara út í hött

(Helgi Sæm botnaði á hagyrðingakvöldi)

cold-cat

Skoðanakönnun hér til hliðar


mbl.is Dýrkeypt leit að köttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll félagi,

Þetta stjórnarheimili er að verða hálfgerður dýargarður 

Hér í gamla daga lærði ég öfugmælavísu sem var eitthvað á þessa leið:

Séð hef ég köttinn syngja á bók,
selinn spinna hör á rokk,
skötunna elta skinn í brók
Skúmin prjóna smábarns sokk.

Meðal annarra orða:  Af hvaða fjalli er þessi mynd tekin sem þú ert með hérna í hausnum á síðunni? 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.3.2010 kl. 05:48

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sæll Arnór.

Þetta er svokölluð panorama mynd, (samsett) tekin af Skessu að mig minnir. Myndina tók Eiður Ragnarsson, þú gætir spurt hann.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 08:55

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Takk Gunnar!

Ég bara kom ekki sjónarhorninu fyrir mig, en ég held þetta sé hárétt - þessi mynd hlýtur að vera tekin af Skessunni.  Þarf að príla þangað upp næst þegar ég kem og taka myndir:)  Alltaf gaman að fallegum pano myndum:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 30.3.2010 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband