Einkavæðing - einkarekstur

Dagur, ásamt meirihluta vinstrimanna að því er virðist, gerir ekki greinarmun á "einkarekstri" og "einkavæðingu". Vinstrimenn telja sig hafa komið skammaryrðisstimpli á orðið "einkavæðing" og það má vel vera að þeim hafi tekist það innan sinna raða. En gagnrýni þeirra á einkavæðinguna verður ekki yfirfærð á einkareksturinn, nema breytingar á röksemdarfærslunni komi til.

Ég held að flestir aðrir viti að á þessum tveimur rekstrarformum er reginn munur. Með þessu er ég ekki að segja að annað formið sé verra en hitt, heldur einungis að segja að þetta er tvennt ólíkt.

Einkarekstur er þegar einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki taka að sér rekstur að uppfylltum skilyrðum og kröfum um þjónustu fyrir opinberan aðila. Við einkavæðingu er rekstur seldur frá sveitarfélagi til einkaaðila.

Einkarekstur er í jafnmikilli samfélagslegri ábyrgð og rekstur sem opinber aðili sér um og gerðar eru sömu kröfur til þjónustu. Hagræðing hins opinbera við einkareksturinn er sá að að hægt er að spara í yfirstjórn, skrifstofukostnaði og slíku.


mbl.is Dagur bendir á fyrri ummæli Þorbjargar Helgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband