Umhverfismat er gert samkvæmt lögum og ég á erfitt með að sjá hvernig gera á mismunandi kröfur til vinnubragða í þeim efnum. Eitt í dag og annað á morgun?
Nei, það gengur ekki. Hins vegur eru háværar raddir í þjóðfélaginu, svokallaðra "umhverfisvina", sem sætta sig ekki alltaf við niðurstöður úr umhverfismati og reka upp ramakvein í hvert sinn sem velt er við steini í náttúrunni. Allt er einstakt og ómetanlegt að þeirra mati og oft tekst þessu fólki að fá lygilega margt fólk í lið með sér með ýkjukenndum áróðri sínum.
Umhverfismat þarf að vera í föstum skorðum, byggt á faglegu mati. Hringlandaháttur með það er út í hött.
Meirihluti vill ekki slaka á umhverfisvernd fyrir stóriðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 23.3.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ef þjóðin kýs yfir sig Viðreisn næst fer hún úr öskunni í eldinn, að fá Þorgerði Katrínu sem næsta forsætisráðherra - ESB innganga?
- Smávegis af illviðri gærdagsins (7.nóvember 2024)
- Donald Trump mun á EINUM DEGI stöðva stríð!
- Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?
- Efnahagslegar afleiðingar valdatöku Trumps (líka fyrir Ísland)
- Ögn af kaldhæðni!
- Kosningasvikin 2020 í skjóli Covid ...
- Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
- Kraftaverk á Kleppsvegi en samt ...
- Er Donald Trump misskilinn umbótamaður?
Athugasemdir
Á þá ekki það sama við þegar „umverfisóvinir“ fá ekki það sem þeir vilja og krefjast þess að ráðherra brjóti lög sbr. úrskurð Umhverfisráðherra fyrir ekki margt löngu?
Nonni (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 11:40
Geturðu nefnt einhvern "umhverfisóvin" með nafni?
Ég þekki engan a.m.k. ekki neinn sem kallar sig því nafni.
Hins vegar eru þó nokkrir sem titla sig "umhverfisvini", ... en þeir eru sjálfskipaðir dýrðlingar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 14:24
Kynntu þér hvað gerðist varðandi þennan úrskurð sem þú vitnar í (væntanlega um Kárahnjúkasvæðið) áður en þú þylur upp bullið frá öfgafullum "umhverfisvinum"
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2010 kl. 14:25
Ef það er fólk sem kallar sig sjálft umhverfisvini, þá er óþarfi að setja orðið inn í enskar gæsalappir. Nema það búi eitthvað annað þar að baki hjá þér...
Ég hef ekkert þulið upp, hvorki bull né annað. Ég spurði spurningar sem enn er ósvarað. Ef þú telur mig vera að vísa í eitthvað varðandi Kárahnjúka þá finnst mér að þú megir fylgjast betur með. ;-)
Nonni (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 12:40
Segðu þá bara hvað úrskurð þú ert að tala um, svo skal ég svara
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.