Allt ætlaði vitlaust að verða meðal ákveðins hóps fólks í Reykjavík, þegar ákveðið var að byggja hús Hæstaréttar á bílastæðalóðinni á bak við Landsbókasafnið. Fullyrðingar "mótmælendanna" voru kostulegar og þó ég muni þær ekki orðréttar þá sögðu þeir m.a. að nýbyggingin eyðileggði ásjónu Landsbókasafnshússins og Þjóðleikhússins. Þessum mótmælendum tóks að fá töluverðan hóp fólks í lið með sér.
Þessi hópur, eða réttara sagt þær raddir frá honum sem hæst létu, eru að mestu þær sömu og ærast ef rífa á gömul hús eða ef fara á í framkvæmdir sem raska náttúrunni.
Þetta voru að mestu sömu raddirnar og vildu,- og fengu að eyða vel yfir miljarði króna til að vernda tvö fúin kassafjalahús við Laugavegin. Sömu raddirnar og mótmæltu byggingu Höfðabakkabrúar, milli Breiðholts á Árbæjar á áttunda áratugnum, vegna þess að hún eyðilegði einstæða náttúrfegurð Elliðaárdals og stefndi lífríki Elliðaánna í hættu.
Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp afrek þessara "radda".
Sjálfum hefur mér alltaf fundist þessi bygging með fallegri húsum í Reykjavík og staðsetningin hreint frábær. Engin sagði neitt yfir forljótu og illa nýttu bílastæðinu sem var þarna í 50 ár.
Engar raddir heyrðust.
Tekinn 24 sinnum ölvaður undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 18.3.2010 (breytt kl. 17:34) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
- ESB-eitur í nammipoka valkyrja
Athugasemdir
Tek heilshugar undir með þér - þessar "raddir" hafa valdið skaða-valdið fjárhagstjóni-og verið til ama og leiðinda.
Nú koma svona raddir frá "dýraverndarsamtökum"og kæra sölu á hvalkjöti.
Næst þegar greenpeace glæpasamtökun koma hingað eigum við að veita þeim verðskuldaða ráðningu.
Reyndar væri rétt að við æfðum okku á árna finnssyn ( atvinnugasprara ) fram að þeim tíma.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.3.2010 kl. 18:11
Rödd að ofan?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2010 kl. 18:18
Hvað finnst ykkur annars um fréttina?
Elvar (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:37
Fréttin.
Já eitthvað verður manngreyið að hafa fyrir stafni.
Hamarinn, 18.3.2010 kl. 20:07
Æ, já,... fréttin
Magnað hvað almenningur lét Soffíu spila með sig
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 20:48
Já. Náði út stórfé til að þurfa ekkert að gera. Voru þetta samantekin ráð hjá þeim?
Hamarinn, 18.3.2010 kl. 20:52
Hver veit... mér finnst þau bæði ótrúverðug
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 21:28
Sammála Gunnar. Falleg bygging og gömul glæst hús í nágrenninu njóta sín einnig vel.
Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.