Lengi vel trúđi ég ţví ađ 200 ţúsund manns hefđu farist í loftárásunum á Dresden. Viđ nánari lestur um atburđinn lćkkađi talan smátt og smátt, 150 ţúsund... 100 ţúsund... 80 ţúsund.
Nú er talan sem sagt 25 ţúsund og fer varla neđar úr ţessu. En ţađ breytir ţví ekki ađ ţessi árás var út í hött. Borgin hafđi ekkert hernađarlegt mikilvćgi.
Lengi vel trúđi ég ţví einnig ađ um 40 ţúsund manns hefđu farist í loftárás Ţjóđverja á Coventry, í nóvember áriđ 1940. Seinni tíma rannsóknir segja ađ mannfall óbreyttra borgara hafi einungis veriđ um 600 manns. Ólíkt Dresden, gegndi Coventry afar miklu hernađarlegu hlutverki.
Í undirbúningi árásarinnar fékk hún dulnefniđ "Tunglskins sónatan". Árásin olli gríđarlegri eyđileggingu, m.a. á gömlum og sögufrćgum byggingum og seinna notađi Göbbels orđiđ "Coventriert" , ţegar árásir Ţjóđverja á ađrar óvinaborgir voru árangursríkar.
Sú saga hefur lengi veriđ á kreiki ađ Bretar hafi vitađ fyrirfram um árásina, ţví ţeir höfđu ţá nýveriđ komist yfir dulmálslykil Ţjóđverja. Churchill fyrirskipađi ađ engar ráđstafanir yrđu gerđar til ađ verja borgina né ađ ađvara íbúa hennar, til ţess ađ Ţjóđverjar uppgötvuđu ekki ađ Bretar hefđu komist yfir dulmálslykilinn.
Ţetta var hvorki í fyrst né síđasta sinn sem líf óbreyttra borgara ţótti "eđlilegur" fórnarkostnađur í stríđi.... og ţykir enn.
![]() |
25 ţúsund féllu í Dresden |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Vísindi og frćđi | 17.3.2010 (breytt kl. 19:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946851
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Fćrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu fćrslurnar
- 48% grunar að Covid faraldurinn sé ásetnings gjörningur
- Gleðilega páska á flekamótum
- Bæn dagsins...
- Í tilefni af PÁSKUNUM sem að eru í dag og fjalla um UPPRISUNA: "KRISTUR ER UPPRISINN":
- Ég er upprisan og lífið
- Utanríkisráðherra fórnar framtíðinni
- Efnið, frjáls vilji og guð
- Klögumálin ganga á víxl
- Konur eru enn reiðar þrátt fyrir dóminn
- Dýrt eða ódýrt í Kópavogi?
Athugasemdir
Ef einhver Ţjóđverji hefđi vitađ um árásina á Dresten en ţagađ, af svipuđum ástćđum, hefđi sá ekki lent á sakabekknum í Nürnberg?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 19:20
Örugglega
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 19:52
Ţar hefđu ţeir líka átt ađ vera sem fyrirskipuđu árásina.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 20:17
Sćll Gunnar
Ég er ađ vinna ađ heimldakvikmynd ţar sem loftárásirnar á Coventry koma viđ sögu. Međal rita og gagna sem ég hef kynnt mér eru sögurnar um ţessa „fyrirskipun“ Churchills. Margir hafa boriđ ţessa sögu til baka og sagt hana uppspuna. Ég veit ekki sannleikann í ţessu máli en allt er ţetta áhugavert.
Hjálmtýr V Heiđdal, 17.3.2010 kl. 20:41
Enn eitt dćmiđ er loftárás Ţjóđverja á Rotterdam í maí 1940. Viđ nánari könnun kom í ljós ađ mannfall var ađeins brot af ţví sem upphaflega var sagt ađ ţađ vćri.
Mér sýnist ţrjár loftárásir skera sig úr í stríđinu ef frá eru taldar kjarnorkuárásirnar og gćtu talist stríđsglćpir.
Ţađ er árás Ţjóđverja á Belgrad í apríl 1940. Ađgerđin gekk undir vinnuheitinu "Refsing" sem segir allt um hugarfariđ ađ baki.
Síđan er árásin á Dresden sem var stríđsglćpur og ekkert annađ ađ mínum dómi.
Og loks eru ţćr árásir Bandaríkjamanna á Tokyo sem miđuđust viđ ađ kveikja í sem flestum húsum án tillits til hernađarmikilvćgis ţeirra, enda fórust miklu fleiri í ţessum hryllilegu árásum Bandaríkjamanna á japanskar borgir en í árásunum á Hiroshima og Nagasaki.
Ţess má geta ađ einn af ráđamönnum Bandaríska hersins stakk upp á ţví varpa kjarnorkusprengju á Kyoto til ţess ađ lama sálarţrek Japana af ţví ađ hún vćri heilög borg í ţeirra augum.
Sem betur fór var komiđ í veg fyrir ţetta brjálćđi sem hefđi ekki ađeins eyđilagt einstćđar menningarminjar heldur fyllt Japani heilagri reiđi.
Skárra var ađ ráđast á Hiroshima ţar sem framleidd voru hergögn.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 21:38
Sćll Gunni minn
Til lukku međ árin öll á mánudaginn, slć á ţig um helgina.
b.kv. Addi
Arnar (IP-tala skráđ) 17.3.2010 kl. 21:42
Vitundin um Enigma hafđi óhjákvćmilega í för međ sér ískaldan reikning sem fólst í ţví ađ fórna yrđi ákveđnum fjölda mannslífa til ţess ađ bjarga mun fleira fólki.
Vitneskjan um Enigma var ómetanleg og ef bandamenn hefđu nýtt sér hana til fulls hefđu Ţjóđverjar fljótlega komist ađ ţví međ ţeim afleiđingum ađ ţeim hefđi gengiđ betur en bandamönnum verr.
Hvađ eftir annađ voru ţađ njósnir sem réđu úrslitum um marga stórorrustuna.
Sem dćmi má nefna stćrstu skriđdrekaorrustu sögunnar, orrustuna um Kursk.
Rússar fengu vitneskju um meginatriđi ţessarar ađgerđar sem hét "Citadel" og voru ţví algerlega viđbúnir henni og sigruđu.
Ţetta var í síđasta sinn sem Ţjóđverjar reyndu ađ ná frumkvćđi á austurvígstöđvunum og orrustan um Kursk var ţví ekki síđur mikilvćg en orrustan um Stalingrad.
Ómar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 21:45
Hjálmtýr, ég hlakka til ađ sjá heimildakvikmynd ţína. Ţetta er áhugavert efni.
-
Ómar, takk fyrir fróđleikinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2010 kl. 23:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.