Bestu mögulegu samningar... ekkert að marka

Jóhanna og Steingrímur hafa á undanförnum mánuðum marg ítrekað sagt að þeir samningar sem þau náðu um Icesave og vildu samþykkja fyrir þjóðarinnar hönd, væru bestu samningar sem mögulega fengjust. Allar samningaleiðir væru fullreyndar. Að lengra yrði ekki komist og ef við samþykktum ekki skilmálana strax, þá færi hér allt í kalda kol.

Fyrst kom Svavar Gesstsson færandi hendi heim í sumar... ekki með samning, heldur reikning frá Bretum og svo vitleysan í desember sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti. Ef þetta er ekki neyðarlegt fyrir þessa fyrrum stjórnarandstöðusnillinga, þá geta þau hlaupið berrössuð um Austurvöll, blygðunarlaust.

Ekkert, akkúrat ekkert er að marka þetta fólk. Viljum við hafa það í forsvari fyrir þjóðina?

Nei, auðvitað ekki. Slíku fólki er ekki treystandi.


mbl.is Bretar vilja sýna sveigjanleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki lengur nóg að vera þungur á brún og tala hátt og alvarlega. Þetta trikk gengur ekki lengur.

Þegar sami maður er búinn að koma fram fyrir alþjóð í tvígang og halda því fram, brúna þungur og alvarlegur, að lengra verði ekki komist, er ákaflega erfitt að trúa því.

Stjórnmálamaður sem svo hagar sér á ekki að vera á þingi. Það er lítilsvirðing við lýðræðið.

Gunnar Heiðarsson, 7.3.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, nafni

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 17:00

3 identicon

Þessi icesave skuld er um 10% af heildar skuldum þjóðarbúsins. Síðan icesave fór í þennan farveg höfum við verið að greiða hærri vexti af öllum hinum lánunum. Hvort ætli sé hagstæðara að borga 5.5% af 10% og 2.5% af 90% eða rífast um vextina af Icesave og borga á meðan 7% af hinum 90%?

Kostnaðurinn af töfunum er mögulega þegar orðinn hærri en ávinningur baráttunnar fyrir hagstæðari samningum. Þetta er að vinna orustuna en tapa stríðinu, kasta krónunni fyrir aurinn. Láta þjóðarrembing og útlendingahræðslu koma í veg fyrir hagstæðustu lausnina.

sigkja (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:04

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er bull-áróður ríkisstjórnarflokkanna sem engin rök eru færð fyrir.

Þetta er eins og að halda bókhald og tilgreina bara útgjaldaliðina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband