Frostþoka

Í gær, þriðjudag, var logn, 7 stiga frost og svarta þoka á Reyðarfirði. Það er ekki mjög oft sem svona mikil þoka og svona mikið frost fara saman.

001

Þegar óvenjuleg veðurtilbrigði sýna sig, þá er gaman að grípa myndavél. Vart sést á milli húsa í þorpinu á bjartasta tíma dagsins, um klukkan eitt á hádegi.

026

Hrímið setttist á allt í umhverfinu

027

Sami trjágróður, hinu megin frá. Takið eftir hvernig hrímið sest bara öðru megin á broddfuruna. Örlítið grillir í heiðan austurhimininn, en svo læddist þokan að að nýju og sökum rakans í loftinu, nísti kuldinn fljótt að beini svo illa klæddur ljósmyndarinn flýtti sér inn í hlýjan bílinn.

013

Ef keyrt var inn í botn Reyðarfjarðar, upp brekkuna við Grænafellið áleiðis til Egilsstaða um Fagradal, þá fór maður skyndilega upp úr þokunni. Myndin er tekin af útsýnispallinum við Hryggsel í um 150 m. hæð yfir sjó. Horft er til suð-austurs, niður í botn Reyðarfjarðar.

Hausmyndin á blogginu er tekin af  Eiði Ragnarssyni , úr fjallshíð handan þokunnar.

012

Hér er horft í hina áttina, í norð-vestur og við blasir Kistufell, hæsta fjall Austfjarða, vel á tólfta hundrað metra hátt. Glampandi sól í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þorpinu

014

Á leiðinni til baka, inn í þokuna á ný, vöktu hrímuð stráin í vegkantinum athygli mína. Ég stoppaði og smellti af mynd

018

Stundum virtist sem "hann væri að rífa af sér", en það var tálsýn ein. Þokan hélst fram í myrkur. Á myndinni hér að ofan má sjá hrímað kjarrið við rætur Grænafells og Teigagerðistindur teygir sig upp úr þokunni.

022

Keyrt inn í þorpið aftur. Nokkur hundruð metrar í fyrstu mannvirkin... en engin sjást

030

Ég þurfti til Eskifjarðar í ökukennslu og við blasti þessi sjón þegar ég kom út úr beygjunni á nýja veginum um Hólmaháls. Ef ég man rétt þá er vegurinn þarna í um 120 m. hæð. Eskifjörður er klæddur hvítri sæng. Skugginn er ef Hólmatindi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Merkilegt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zem fyrrum Ezzgarí þá veit ég nú vel að beztur er Reyðarfjörðurinn geymdur í þokunni...

Steingrímur Helgason, 11.2.2010 kl. 01:57

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Margt býr í þokunni

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 02:37

4 identicon

Vá, mikið rosalega er þetta flott

Þórunn Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:21

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Magnað.. ég samdi einhverntíman vísu um þoku - eftir smá gúggl:

Frostið bítur föla kinn
fannahvíta slæðan
þokan flýtur fjörðinn inn
fram nú ýtist læðan

Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband