Fullyrðingar samtakanna "Sól í Hvalfirði"

Samtökin Sól á Suðurlandi fagna að ekki sé hægt að nýta rafmagn á afar hagkvæman hátt í Þjórsá fyrir samfélag okkar, með tiltölulega litlum fórnarkostnaði.

"Sól í Straumi".... "Sól í Hvalfirði".

Sólin skín út um rassgatið á sumum umhverfisverndarsinnum.

Þegar framkvæmdir um stóriðju í Hvalfirði voru komnar á rekspöl, þá varð Hvalfjörður skyndilega helsta útivistarperla Reykvíkinga... að mati umhverfisverndarsinna. Að óþrjótandi möguleikar væru í firðinum og þetta yrði framtíðar útivistarsvæði innan örfárra ára. En ef stóriðjuáformin næðu fram að ganga, þá eyðilegði þau alla möguleika á útivist í þessari einstæðu náttúruperlu.

Ég vil taka það fram að mér finnst Hvalfjörðurinn klárlega einstakur. Ekki síst á saga, menning, náttúra og atvinnulíf fjarðarins þátt í því að skapa honum sess á háum stalli í mínum huga.

En hvað hefur verið eyðilagt varðandi möguleikana á útivist í firðinum eftir að stóriðjan hóf starfsemi sína? Umhverfisverndarsinnar hafa enn á ný opinberað að dómsdagsspár þeirra eru byggðar á sandi.... hreinni ímyndun.

"Vistkvíði" er geðrænn sjúkdómur. Hann er þungur kross að bera.


mbl.is Fagna úrskurði umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fer töluvert mikið í Hvalfjörðinn, geng oft upp með Glym, þar sem náttúrufegurð er gífurleg. Þar skín ennþá sól þrátt fyrir álverið.

Annars finnst mér að þeir hefðu mátt hafa annan lit á byggingunum, fella þær betur inn í landslagið. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 06:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála því Rafn. Verksmiðjan er sérlega "sóvetsk" í útliti. Hrein hörmung.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 09:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég lét mér nú einhvern tíma detta það í hug að fá mætti myndlistarmenn í samkeppni um smekklegustu "skreytinguna" á þennan gráa verksmiðjuvegg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband